Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 62

Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 62
60 VAL.SBLAÐIÐ hætta, að mér fannst. Þetta hafði þau áhrif á mig, að ég varð ragur og hikandi og það þýddi ekkert að halda áfram. Ég stundaði nokkuð handknattleik hjá Ármanni um skeið. Eina knattspyrnuferð fór ég til Færeyja með Val, sem var hin skemmtilegasta. Keppt var í Klakks- vík og þar skeði það, að ég varð strandaglópur! Okkur var skipt nið- ur á heimili í bænum. Veður var slæmt og stóð fólkið, sem ég hélt til hjá, í þeirri meiningu að ekki yrði farið á milli, svo að það lét mig sofa eins og mig lysti. Það virtist enginn hafa saknað mín um borð í skipinu og var því ekkert veður gert út af þessu. Ég var svo þarna í góðu yfirlæti þar til næsta dag og fór þá með skipinu. Ég vil svo lýsa ánægju minni yfir því að hafa gengið í Val, kynnzt knattspyrnunni og eignast allar þær skemmtilegu minningar sem við Val eru bundnar. Með Val átti ég ógleym- anlegar ferðir og þar eignaðist ég marga ágæta kunningja. Ég fylgist nú alltaf með Val og t. d. horfi ég á flesta leiki sem Valur leikur. Það eina sem ég er ekki ánægð- ur með er, að það er alveg eins og þessum drengjum sé alveg sama hvort þeir vinna eða tapa. Það vantar alveg baráttuvilja í þá. Það er eins og svo margt renni út í sandinn hjá þeim, ef allt rennur ekki eins og á færi- bandi, þó að manni finnist einstakl- ingarnir góðir. Ég vona að þessir pilt- ar taki upp leikgleði og baráttuvilja og eigi eftir að vinna marga sigra, svo að maður hafi eitthvað til að samgleðjast þeim með. Þorsteinn Kunólfsson. Ég er 15 ára og var ekki nema 8 eða 9 ára, þegar ég byrjaði að æfa inni hjá Val, því að á sumrin fór ég alltaf í sveit. Þegar ég var tíu ára fór ég að æfa á sumrin og það ár keppti ég fyrsta leikinn. Þetta var úrslitaleikur og eini leikurinn minn á sumrinu. í f jórða flokki voru mér sérstaklega minnisstæðir tveir leikir. Sá fyrri var gegn Akranesi í íslandsmótinu og fór hann fram á Framvellinum. Akurnes- ingar byrja að skora beint úr horn- spymu. Okkur leizt ekki á blikuna og vorum smeykir um að tapa leikn- um, en það fór nú samt svo, að við unnum leikinn 2:1 og vorum við ákaf- lega ánægðir. Hinn leikurinn var gegn Vest- mannaeyingum og ætluðum við að hefna ósigurs þar áður, í 5. flokki. Við byrjuðum að skora, en þeir jafna. Síðan skorum við aftur. í hálfleik erum við ákveðnir að vinna leikinn og vera harðir, en við höfðum á und- Þorsteinn og Ólafur. irvitundinni að dómarinn væri ekki sama sinnis. Það er ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar hann dæmdi víti á okkur, sem að flestra dómi var talið ósanngjarnt, og þeir skora úr vítinu. Þetta hefur sennilega hleypt í okkur enn meiri hörku, því að við skoruðum síðan tvö mörk og unnum leikinn og íslandsmeistaratitilinn og varð ég þar með íslandsmeistari í fyrsta sinn! í sumar gekk okkur illa og ég álít að mest sé um að kenna slæmri æf- ingasókn. Við unnum þó Haustmótið. Mér finnst mjög gaman að leika knattspyrnu, með góðum drengjum. Ég leik aðallega sem miðvörður eða bakvörður, en mér finnst miðvarðar- staðan skemmtilegri. Ég vona að all- ir æfi vel og standi sig sem bezt. Það gerir ekkert til þó að ég segi frá því hér, að ég og Valur eigum sama afmælisdag, 11. maí, og mér þykir dálítið gaman að því. Ólafur Runólfsson. Ég er auðvitað jafngamall og hann bróðir minn sem þú varst að tala við og auðvitað byrjuðum við um sama leyti í Val og þá hlýt ég að eiga sama afmælisdag og Valur! Ég er raunar ívið eldri eða nokkrum mínútum. Ég byrjaði strax í marki og hef leikið þar síðan. Þegar við vorum á Lokastígnum var ég þar í drengja- félagi sem hét Glanni, en þá voru þar í kring mörg drengjafélög, og þá var ég alltaf í marki. Eitt félagið hét „Þruman" og annað „Stjarnan". Við urðum að „splæsa“ í bolta, og svo skrifuðu sum félögin drengina inn, svo að þetta var alveg eins og alvörufélög. Svo fóru fram leikir rnilli þessara félaga við og við. Ég gat nú ekki æft mikið á sumrin því að ég fór alltaf í sveit, svo að ég fór ekki að keppa með Val fyrr en ég var 11 ára og þá lenti ég í C-liðinu. Það ár unnum við Miðsumarsmótið í leik gegn Fram 4:0. I 5. fl. A. næsta ár gekk okkur vel, þá unnum við Reykjavíkur- og Haust- mótið og' urðum aðrir í Islandsmót- inu, svo að eitthvað sé nefnt. 1 fjórða flokki gekk þetta líka ágætlega, við unnum tvö af þrem mótum, þar var oft hart barizt og aukaleikir leiknir til þess að ná úr- slitum. Úrslitaleikurinn í íslandsmót- inu í fjórða flokki A var skemmtileg- ur, við höfðum 2:1 yfir, en þá er dæmd á okkur vítaspyrna, og þá voru nú taugarnar heldur illa á sig komn- ar, og þeir jafna. En svo skorum við þriðja markið, þá var ekki víst að það væri gilt og varð dómarinn að ráðfæra sig við línuvörðinn, en okkur til mikillar gleði var það mark, og svo bættum við öðru marki við. Ég hef farið svolítið í keppnisferða- lög, t. t. til Sandgerðis. Svo fórum við að Laugarvatni og vorum þar í viku; var það mjög skemmtilegt. Ég þakka dvölinni á Laugarvatni að við unnum íslandsmótið. Mér finnst nokkuð gaman að leika í marki, en það reynir á taugarnar, en ég hef ekki hugsað mér að breyta til, ég er búinn að vera þar svo lengi. Ég vona svo að Valur komi fram með miklum baráttuvilja og að pilt- arnir æfi vel, félagslífið verði gott og þá ætti Valur að vinna marga leiki og mót. Magnea Þorsteinsdóttir. Ég hef nú lítið iðkað íþróttir, þó hef ég aðeins fengizt við handknatt- leik og lék þá með ÍR, en það var nú stuttur tími. Mig hefur víst vant- að þjálfun, því að ég varð svo fljótt móð. Þegar ég var pínulítil fór ég alltaf með pabba á völlinn til að garga á Val og hrópa: Áfram Valur! Áfram Valur! Nú svo fóru drengirnir mínir í Val. Ég þurfti ekkert að eggja þá til þess, það var eins og það væri Valsblóð í þeim. Ég er mjög ánægð yfir því að þeir skuli vera í knattspyrnufélagi; mér finnst það gott fyrir unglinga að hafa einhver áhugamál, þá hafa þeir alla vega eitthvað um að hugsa á meðan. Ég veit líka alltaf hvar þeir eru, og mér þykir þægilegt að verða þess vör, að þeir hafa fullan áhuga á því sem þeir eru að gera og sinna engri vit- leysu ennþá og maður vonar það bezta hvað það snertir. Ég álít að knatt- spyrnan sé mjög góð íþrótt og raunar allar íþróttir. Ég er eindregið hvetjandi þess, að þeir haldi áfram að stunda einhverja íþrótt, hvort sem það er nú fótbolti eða handbolti. Hér á heimilinu er mest talað um íþróttir, fótboltaleiki og æfingar; þetta virðist fylgja ættinni og ég vona að áhuginn haldi áfram og að Val vegni vel.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.