Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 65
VALS BLAÐIÐ
63
Frímann Hvlqason:
V alsekkjurnar
Eins og venjulega undanfarin ár
heimsóttum við „Valsekkjurnar", til
þess að fræðast um athafnir þeirra á
liðnu ári.
Sitthvað hafði staðið til, ef allt færi
að óskum, og ekkert kæmi þversum
í þær ráðagerðir. Að vísu er það svo
að hin óvæntu atvik eru að koma
fram, atvik sem ekkert spyrja um
það sem áður var búið að ákveða.
Þar eru víst örlögin að verki, eða
þetta sem enginn veit fyrir, og allir
verða að beygja sig undir. Stundum
verða þau blákaldur raunveruleiki
sem geta ruglað allan gang mála og
stundum koma þau yfir mann eins og
hjálpandi hönd til að afsaka eitt og
annað, sem hefði getað verið öðru
vísi, og þannig getur maður raðað
þessu þægilega upp.
Lúmskur grunur um það, að von
í fréttum frá ,,ekkjunum“, góðum
kaffisopa með ljúffengum kökum og
nýjustu fréttum úr borgarlífinu, hafi
ekki verið aðalástæðan til heimsókn-
arinnar, heldur hitt, að fregna hjá
þeim hvers vegna bændur þeirra stóðu
sig ekki betur í leikjum í sumar en
raun varð, og hvar mundi ástæðunn-
ar að leita. Að sjálfsögðu var farið
gætilega með allar slíkar spurning-
ar, til þess að æsa nú engan upp að
óþörfu og gera málið ekki flóknara
en nauðsynlegt var.
Það var glaðlegur hópur sem sat
við sauma sína að Sæviðarsundi 33,
þegar fréttamann Valsblaðsins bar
þar að garði. Angan af rjúkandi kaffi
og ilmur af kökum lagði að vitum
manns og fékk munnvatnskirtlana til
að hamast, og við þetta bættist svo
mjúklegur kliður margra radda, sem
allar þurftu að segja sína sögu. Þarna
voru sem sagt saman komnar flest-
ar ,,ekkjurnar“, sem okkur finnst
vera orðnar ein af deildunum í Val.
Þennan hóp mætti líka allt eins vel
kalla „heimavarnarliðið". í öllu falli
er þetta góði hópurinn bak við bar-
áttumenn félagsins í meistaraflokki.
(Andlit félagsins).
Hópurinn sem hefur verið staðinn
að því að eggja og hvetja þá sem
bezt má, hver svo sem árangurinn
hefur orðið. Enganveginn verður
þeim kennt um þó að menn þeirra
séu ekki móttækilegir fyrir hvatn-
ingarnar. Þetta var hinn þolinmóði
hópur sem gætir barnanna og bíður
fréttanna um unnin afrek.
Þetta er hópurinn sem átti sína
drauma um Mallorkaferð svona í leið-
inni með bændum sínum, þegar þeir
færu í einhverja Evrópukeppnina.
Þetta var hópurinn, sem alltaf tek-
ur á móti fagnandi og fyrirgefandi,
þótt þeir standi sig ekki eins og ósk-
að var og ,,ordra“ var gefin um, eða
voru það ef til vill „örlögin" sem
komu þversum eða afsakandi inn í
þetta?
En hversu mörg ,,ordran“ hefur
ekki verið gefin í þessum heimi og
sigurs krafizt, sem ekki hefur náð
fram að ganga, og þótt hún hafi
verið sett fram af öllu hjarta. Þetta
er þó hópurinn sem vonar fyrir Val
og með hjarta sem slær fyrir Val.
Okkur, sem stöndum utan við,
finnst það fjári hart að standa menn
að því að berjast ekki til síðasta blóð-
dropa, þegar svona heitt er beðið.
Þegar fréttamaðurinn hafði komið
sér fyrir í þægilegum stól og virt
fyrir sér þennan glæsilega hóp, spurði
hann hvernig þetta hefði gengið á
liðnu ári. Og það stóð ekki á svar-
inu: Þetta hefur gengið alveg skín-
andi vel, það hafa fimm börn fæðst
síðan þú vart hérna síðast. Svo þú
sérð að það hefur verið mikið að gera
í sængurgjöfum á árinu.
Við höfum komið saman tvisvar í
mánuði yfir veturinn og mikið að
gera, og manni skildist að mikill tími
hefði farið í að sauma í og klæða
rokokko-stóla og fleira í þeim dúr,
alls konar dúkar og veggskraut var
meðal verkefna. Talað var um fjölda-
framleiðslu, en ekki fékkst þó úr því
skorið hvort hér væri alltaf um sama
stykkið að ræða eða stöðugt nýtt og
nýtt.
Eitt voru þær allar þó sammála
um og það var að það væri gaman
að koma saman, hittast, spjalla,
hlæja, hryggjast yfir strákunum og
gleðjast þegar vel gengi. Segja frá
honum „lilla“ eða henni „lillu“.
„Lokadagurinn“ s.l. vor, þegar
„sjóðurinn“ var lagður á borðið og
allir: frúr og bændur komu saman
og skemmtu sér í sólarhring, var dá-
samlegur. Fyrst var komið saman á
heimili einnar, síðan farið á hótel
og „djammað" eins lengi og hægt var
og síðan haldið áfram heima aftur.
Þetta var dásamlegur sólarhringur,
sögðu þær einum munni.
Því miður gat ekki orðið af úti-
legu í sumar eins og í fyrra, það var
svo gaman að komast svona í lifandi
samband við náttúruna. Með svona
margar „hindraðar" var ekki hægt
að koma þessu í kring. Þarna voru það
vafalaust örlögin sem komu þversum,
og þá fer sem fer.
Næsta ár vonum við að þetta verði
auðveldara, a. m. k. vitum við ekki
af nema einni ,,hindrun“.
Við erum farnar að hlakka til
„Lokadagsins", og við erum smeykar
um að þær ógiftu í liðinu öfundi okk-
ur af þessu, hvort sem það hefur
þau áhrif að þeir geri sínar „ráðstaf-
anir“, vitum við ekki, en þetta er nú
víst ekki lengi gert!
Okkur er að detta í hug að draga
það fram á vorið eða sumarið og
leggjast út uppi í Valsskála ef hann
væri tiltækur. Þá er vorbjört nótt
og álfar stíga léttan dans í döggvotu
grasi og við mundum dansa. Væri það
ekki dásamlegt?
Ýmsar fleiri hugrenningar höfum
við í kollinum, en víst varla tíma-
Birna Oskarsdóttir, Margrét Steingrímsdóttir, Þura Sölvadóttir, Ragnheiður Lárus-
dóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir. (Á myndina
vantar Jóhönnu B. Hauksdóttur og Ester Magnúsdóttur).