Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Blaðsíða 47
41
Rjettil úr krjppiiiini.
Það var einusinni drengur í koti hjá móður
sinni sem var ekkja. Hann gekk á alþýðuskól-
ann þegar sa'gan gerðist. Hann var stór ept;r
aldri, hár og grnnnur, en óhej rjlega slánalegur
til að sjá af vana, sem var búinn að fesfa rœtur
hjá honum, að bera sig illa ogganga álparalega,.
Hann álpaðist- áfram kengboginn. ljet axlirnar
hanga eins og laus-bundinn korupoka á klakki,
og handleggina löngu ljet hann slettast eins og
afiausar druslur niður með síðunum. Þegar
framliðu stundir för hann að taka eptir þessu.
Hann sá að liann gekk ekki eins faliega, stóð
ekki eins teinrjettur og var ekki eins inyndar-
legur á velli eins og skólabræður lians, sem ti 1 -
heyrðu leikfimisfjelaginu, og af þessari umhugs-
un varð hann þá feiminn í þokkabót og vissi
ekki hvað hann átti að gera við sig. Hann átti
tal um þetta við möður sína og settust þau á
rökstóla til að ráða fram úr þessu, ef unnt væri.
Þau höfðu ekki efni á að borga tillagið í leik-
fimisfjelaginu, og það var heldur ekki tiltæki-
legt að láta hann ganga í heræfinga-fjelag
drengjanna í þorpinu. Það var sem sje ekki
nerna eitt slíkt tjelag i bænum og stóð það í sam-
bandi við unglingafjelag safnaðar, sem þau
heyrðu ekki til. í þessum vandræðum fundu
þau upp á að búa til nokkrar reglur um ákveðn-
ar líkamsæfingar, sem drengurinn svo skyldi
framfylgja á hverjum degi, stund og stund í
senn. Hrengurinn iðkaði þetta með árvekni í
skölafríinu um sumarið,. auk þess sem hann þá
æfði knattleiki og fleiri íþróttir. Árangurinn
varð sá. að um haustið þegar sköli kom saman
gekk hann eins teinrjettur og bar sig eins djarfj
mannlega eins og þeir sem best gei'ðu í leikfim-
isfjelágiuu. Það var helsr ömögulegt að trúa
að þessi beinvaxni piltur væri sá hinn sami, er
um vorið, og alla jafna að undanförnu, hafði
verið svo óvænju klunnalegur i öllumtilburðum.
Þó var það nú samt,og umskiptin voru eingöngu
að þakka þessum fáu líkamsæfinga reglum og
því, auðvitað, að hann fylgdi þeim svo nákvæm-
lega um sumarið. I því skyni að gera þeim