Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 45
ALMANAK 1909.
23
fræðinám. Ágætur freg'nriti þótti hann og bezti náms-
maður. Hann átti’fræga/i föður og flugríkan, en hann
vildi sjálfur ryðja sér braut og komast áfram af sjálfsdáð-
um. Hann gjörðist málfærslumaður og gekk vel, varð
ungur yfirdómari í borginni C i n c i n n a t i. Fyrir átján
árum var hann kallaður til W a s h i n g t o n af Harrison
forseta til að reka mál stjórnarinnar fyrir yfirrétti (S o 1 i -
citor-General). Starfsþrek hans og dugnaður kom
honum þá að góðu haldi. Hann vann mörg stór-mál og
lét miklu meira til sín taka en alment gjörist um stjórnar-
þjóna. Um þær mundir hófst kunningsskapur og vinátta
með þeim Roosevelt og honum. Er sagt, að Roose-
velt hafi þá þegar talað um hann sem eimvélina miklu, er
starfaði bæði nótt og dag. Vinátta þéirra hefir verið
þeim hvorum um sig uppspretta þroskunar og atidlegrar
auðlegðar, og á að líkindum eftir að verða það betur enn.
Er hann fór aftur frá Washington, gjörðist hann hér-
aðsdómari Bandaríkjanna í Cincinnati. Aftur tók hann á
af alefli og lét skylduræknina einkenna öll störf sín.
Vandræði mikil og viðsjár hófust með verkamönnum;
varð hann að dæma í þeim vandamálum og varð fyrir
árásum óbilgjarnra leiðtoga. En bugrekkið var óbilandi
eigi síður en réttlætistilfinningin. Eitt sinn var verkfall
mikið á járnbraut. Æsingar miklar voru með mönnum.
Þegar dómur átti fram að fara, var dómsalurinn fullur
verkalýðs. Var þá bitið á jaxl og blótað af mörgum og
heitið að láta eigi dómarann sleppa heilan úr húsi, ef
dómurinn y^rði eigi verkfallsmönnum í vil. Eigi lét dóm-
arinn bláeygi það blekkja sig, en brosti góðlátlega og
engan skugga bar á brá hans. Hægt og stillilega kvað
hann upp dómsúrskurð sinn. Brosið hvarf, ægilegvr
glampi kom í augað, högg af þungum hnefa skall í borðið
og hann sagði hárri röddu og hvellri : Um leið og þið