Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 49
ALMANAK 1909.
27
og- Spánverjar höföu kent eyjarskeggjum. Honum fanst
hann eigi geta sýnt hinum nýju fylkisstjórum tilhlýðilega
viröingu, nema hann gæti leitt frúr þeirra og dætur gegn-
um völundar-bugður þessa heimsfræga dans við viðhafnar
veizlu þá, er haldin var á hverjum stað, er þeir tóku við
embætti. Með þessari ástúð komst hann inn í huga og
hjarta fólksins.
Eitt sinn hafði hann riðið Iangan veg á múldýri í
sterkum sólarhita og allir vissu, að hann hlaut að vera
sárþreyttur. En náttverðinn lét hann bíða sín heila
klukkustund meðan hann var að sjá um múldýrið; hann
vildi enga hvíld né hressing fyrr en aumingja málleysing-
inn, sem hann vissi myndi þreyttari miklu en hann
sjálfur, hafði notið allrar þeirrar aðhlynningar, sem hann
átti skilið. Sumarbústað á hann norður í Quebec-fylki
í Kanada. Tekið er til þess, að hann hafi sézt þar á
sumrum urn miðja nótt á gangi í náttklæðum með óvært
barn á örmum sér, til þess að konan hans og kvenfólk
annað gæti notið svefns og náða. Tekið er líka til þess,
hvernig Taft hlær; segja menn, að kærleikur hans til lífs-
ins og matinanná og trú hans á mætti sjálfs sín, komi
fram í hlátri hans, sem sagt hefir verið um í ganini, að
heyrist um veröld alla. Ameríkumaðurinn sér sjálfan sig
í æðra veldi, þar sem Taft er. Hann ferðaðist með
konu sinni kring um hnöttinn og gekk fyrir konunga og
keisara, Mikadóa og mildinga, án þess að hafa með sér
þjón eða þernu. Það þótti löndum hans fyrirtak.
I Manilla lagði hann svo mikið á sig, að allir aðstoð-
armenn hans gáfust upp. Loks bilaði heilsa sjálfs hans
og læknirinn sagði honum, að hann yrði að hverfa aftur
til Bandaríkja eða líf hans yrði í nijög mikilli hættu. Um
sama leyti kom boð frá forseta Bandaríkjanna, sem komst
við af fréttum þessum, að nú skyldi honum veitt dómara-