Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 56
34
ÓLAFUR S. THORQEIRSSON :
brosti við, hið tignarlega fjölbreytta útsýni, hin vestlæga
náttúrufegurð; hið vestlæga haf, fjöllin, dalirnir, firðirn-
ir, víkurnar og vogarnir, allt þetta var sem segulafl, sem
dróg hugi margra að sjer, án þess, að menn, þá í svipinn,
tækju nægilega tillit .til erfiðleikanna og kostnaðarins,
sem óhjákvæmilega hlyti að verða því samfara, að flj'tja
þangað. Eigi þótti samt hinum hyggnari mönnum ráð,
að binda þetta fastmælum, án þess, að senda mann
vestur til landskoðunar og annars nauðsynlegs undirbún-
ings. Skyldi hann ferðast á kostnað þeirra, er hyggðu á
vesturferð næsta vor. Fundurinn kaus til þeirrar ferðar,
Sigurð J. Björnsson, sem fúslega gaf kost á sjer. Skyldi
hann ferðast alla leið vestur að Kyrrahafi, og líta eftir
hagkvæmu nýlendusvæði fyrir íslendinga. Var Sigurði
ríkt á lagt, að velja plázið,þar sent landkostir væru góðir,
■og gagnsemi af vötnum og ám, því mest var búist við í
framtíðinni, kvikfjárrækt og veiðiskap, sem atvinnuveg.
Einnig skyldi Sigurður, búa í haginn, ýms þægindi fyrir
vesturfarana, svo sem með fargjald og fleira. Peninga
til ferðarinnar vestur, skyldi Sigurður fá,af frjálsum fram-
lögum, og ætlum vjer víst, að allir sem hlut áttu að þessu
máli, hafi lagt til sinn pening, þótt oss uggi, að veganesti
hans, hafi verið rýrara, en æskilegt hefði verið. Flestir
höfðu þá þröngan skó í peningasökum, og urðu því, að
sníða stakkinn eftir vextinum.
Sigurður tók sjer skömmu síðar far, með Norður
Kyrrahafs-brautinni vestur til Vancouver; þaðan hjelt
hann norður um eyjuna, allt til Naninio, sem mun vera
um þrjú hundruð mílur norður frá Victoria. Ekki mun
Sigurður hafa átt kost á, á þeirri leið, að skoða land vítt
yfir; en svo sagðist honum frá, að hvergi hefði sjer litizt
hagkvæmar stöðvar fyrir nýbyggja; og víst var um það,
,að svo sneri Sigurður aptur austur um, að hann hafði