Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 57
ALMANAK 1909.
35
enga ákvörSun tekið um það, að leiða flokk sinn vestur
að Kyrrahafi. Sumum mun nú hafa fundizt Sigurður
reka slælega, sitt erindi þar vestra; en að öllu yfirveguðu
sýnist það hafa haft við lítið að styðjast. Sigurð skorti
hvorttveggja, fje og tíma til, að svipta sjer frá einu plázi
til annars þar vestra; og það er víst, í því efni gat hann
naumast breytt g'agnvart flokk sínum öðruvísi, en hann
gjörði, hvað Kyrrahafsferðina snerti. —
Þegar Sigurður kom að vestan til Calgary, fann hann
Ólaf Goodman,sem fyrr er nefndur; tóku þeir tal með sjer,
um vesturflutning Dakota manna. Ólafur hafði þá, eigi
löngu áður, ferðast norður, til að líta eptir landkostum
kringum Reð Deer ána; leizt honum land þar mjög vel
og þar myndi gott nýlendusvæöi; kvað hann sjer svo hug
um segja, að þar myndi vel fallið, að Islendingar stofnuðu
nýlendu. Búinn mun Ólafur hafa verið þá, að taka þar
land fyrir sig og föður sinn, þó vjer ekki kunnum að segja
það víst, og hefði svo verið, var mjög eðlilegt, að hann
hlynnti að því, að íslendingar flyttu þar norður um; en
slíkt þurfti samt ekki að vera ástæðan, því Ólafur varð
kunnur að því, að vilja löndum sínum hið bezta, sem opt
gaf raun á. — Hvatti hann nú Sigurð til, að fara norður
og kanna landið norðan Red Deer árinnar. En hvort sem
þeim ráðum var ráðið stutt eða lengi, þá rjeðist það, að
Sigurður færi norður; fjekk Ólafur honum til fylgdar,
bróður sinn, Sigfús Goodman, sem áður hafði farið norð-
ur, og var því kunnugur leiðinni. í þeirri ferð skoðaði
Sigurður landið norður frá Red Deer ánni, þrjú “town-
ship”. — Leizt honum land þar, hið byggilegasta, og
ákvað, að fá sett til síðu Townsh. 36, Range 1. ogTown-
sh. 36, R. 2., fyrir íslenzka innflytjendur. Að því fram-
kvæmdu, hjelt hann aptur til Dakota, og kom þangað
fyrst dagana af maímánuði.