Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 64
42
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Jósúa gein yfir tluyu þessari, og hjet honum liöveizlu;
leitaði hann þá um við menn, hverjir vildu verða til farar-
innar. Urðu til þess, þeir JSenidikt Bardal, Guðm. Þor-
láksson, Jón Guðmundarson ogjón Einarsson; urðu þeir
vel við kvöð þessari og hugðusl með því geta leyst vand-
ræði manna, að komast auðveldlega yfir ána. L. Zage
átti hestapar, og sást ei annað slíkt, því síður betra á
þeim árum í Alberta. Það voru tvö merhryssi brún að lit,
að öllu hin vænlegustu; það var að ágætum haft, að Zage
hefði dregið á þeim frá Calgary 5000 pd. þungt hlass, eti
um sannleiksgildi þeirrar sögu, veit jeg ekki víst, hitt
vissi jeg að hann treysti þeim mikið og taldi þeim fátt
ókleyft. — Zage þurfti yfir Medicine ána í tunguna, þang-
að sem bjálkaviðurinn var; áin var í ægilegu stórflóði,
samt lutgði Zage, að keyra yfir hana á brúnu hryssunum
með íslendingana; það gjörði hann með þeim hætti, að
allt fór á kaf, óðar en tók frá landi; flæktist þá önnur
hryssan í aktygjunum og skall flöt, en hin hryssan dróg
allt ein á sundinu; stóðu íslendingar þá í vagninum og'
tók vatnið þeim undir hendur; allt náði sanit miður hag-
kvæmri lendingu undir bakka, hvar hryssan náði vel
niðri; stukku þá mennirnir út úr vagninum, og skáru
fjöturin af þeirri hryssunni, sem fallin var; mennirnir
stóðu þar í bakkanum og náðu að eins niðri. Lág þá við
að Zage yrði hugfall, en íslendingar mæltu ekki æðruorð.
Menn og skepnur björguðust upp á bakkann, en eigi varð
af framkvæmdum hvað vinnuna áhrærði. Allt sem Is-
lendingar höfðu, var lífshætta og hrakningar en annað
ekki.
Þegar þessi ,,Flosaráð“ urðu að engu, tókst að
nýju ráðagjörð um það, að fá komizt yfir ána; rignigatíð-
in stóð enn yfir, svo áin hjelzt í stórflóði, og ósýnt var, að
hún myndi lækka svo um langan tíma, að hún yrði farin