Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 70
48
ÓLAFUR. S. THORGEIRSSON :
Bjfirn dvaldi um sex mánaöa bil með bóndanum
skozka í grend við Millbrook, sem fyrr er getið. Reynd-
ist Skotinn honnm sérlega vel. Nam hann þar akuryrkju
og veitti hérlendu búskaparlagi nákvæma eftirtekt. Að
þeitn tíma liðnum fluttist hann og þau hjón bæði ettir
þessum landnemahópi út í skógarhérað þetta í Marklandi
hinu forna. Nam hann þar 100 ekrur lands að dæmi ann-
arra landa sinna og settist þar að haustið 1875. Höfðu
þá einar 20—30 íslenzkar fjölskyldur numið þar lönd.
Næstu ár bættust fleiri við frá íslandi, svo landnernar
munu að síðustu hafa orðið einir 35. Svo mátti heita, að
stjórnin léti sér farast vel við íslendinga. Fyrsta vetur-
inn lánaði hún þeim matvæli svo að allmiklu nam, og
heimtaði aldrei endurgjald fyrir. Einnig sá hún öllum
fyrir útsæði næsta vor.
Eigi var setið auðum höndum þarna í nýlendunnþþeg-
arvora tók. Fyrsta ætlunarverkið var að ryðjaskóginn og
var ekki sérlega árennilegt. Um það geta allir þeir borið,
sem séð hafa frumskógana á meginlandi þessu. En til
þeirra starfa var nú tekið og voru þá einatt þrír og fjórir
einyrkjar í félagi, svo betur ynnist. Um vorið sáðu þeir
til bafra, bóghveitis og jarðepla. Engin akneyti höfðu
þeir né áburðardýr. En kýr eignuðust þeir smám saman.
Næsta örðugt var þarna með aðdrætti alla. Til næstu
mölunarmylnu voru 17 mílur vegar. Þangað urðu þeir
að draga hafia og bóghveiti á vetrum til mölunar og
ganga sjálfir fyrir ækjum, tveir og tveir.
Eftir því sem þeir voru þarna lengur og þekking
þeirra á landsháttum fór vaxandi, komust þeir að þeirri
niðurstöðu, að jarðvegurinn væri hrjóstugur,ófrjór og end-
ingarlítill. Birni leizt því eigi landnám þetta til frambúð-
ar fremur en öðrum. Hann hafði komist í skilning um,
hve akuryrkja er ánægjuleg og arðvænleg, er hann var