Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 82
60
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
til fararinnar. En því svaraði Daníelsen á þá leið, að
hann hann skyldi biðja um sveitaflutning. Um leið og
hann gaf fóstursyni sínum þetta heillaráð, lét hann í ljós
ánægju sína yfir komu hans til Eyjafjarðar, því þar gæti
hann bæði verið skrifari Havsteins amtmanns og haft á
hendi skriftir og reikningsfærslu fyrir umboð Möðruvalla-
klausturs, sem Daníelsen hafði á hendi. Jón hafði talið
sér styrk frá fóstra sínum vísan í hendi, þar sem honum
var vel kunnugt um, að hann hafði sagt upp vist sinni hjá
Olivarius sýslumanni og stóð þar uppi atvinnulaus, þorr-
inn að fé og ráðþrota með fjölskyldu sína.
Þegar Jóni hepnaðist nú samt að komast inn í Eyja-
fjörð, voru viðtökur lijá fóstra hans furðu kaldar, svo all-
tilfinnanlegt var ofan á ferðavolk og fátækt. I stað þess
nú að láta honum nokkura hjálp í té sjálfur, fór hann til
upp á eigin býti, að Jóni alveg forspurðum, og bað um
Ián handa honum af sveitarfé, meðan hann væri að vinna
fyrir fyrstu árslaunum hjá Havstein, amtmanni. Lánið
fekst, en var Jóni mjög mikil skapraun. Að fimm árum
liðnum hepnaðist honutn að greiða það aftur af hendi að
fullu á þann hátt, sem hreppsnefnd þótti fullnægjandi og
gaf honuni kvittan, sem lýsti hann lausan frá ,,öllum
kröfutn af sveitarinnar hálfu“.
Flestir'fóstursynir myndi hafa tekið sér allnærri kald-
lyndi þetta og kærleiksleysi, og svo mun hafa verið um
Jón, sem ávalt hefir verið maður viðkvæmur og hjálpfús.
Öllum var þá kunnugt, að Þorsteinn Daníelsen var þá
einn auðugastur maður á íslandi. Hann átti fjörutíu jarðir
og jarðarparta og var auk þess umboðsmaður yfir sextíu
jörðum, er heyrðu til Möðruvallaklaustri gegn all-rífleg-
um umboðslaunum, alt að 800 krónum árlega. Nú var
honum mikið áhugamál að geta notað Jón til allra skrifta
og reikningsfærslu fyrir sig og umboðið. Sjálfur gat