Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Qupperneq 85
ALMANAK 1909.
63
íslendinga, þar sem Argyle-bygÖ myndaöist. Reisti hann
þegar íverukofa á jörð sinni. Var hann 12 fóta breiöur
og 16 fóta langur að innanmáli. Allur var hann hlaðinn
upp úr torfi. Var plógur settur í jörð og látinn rista
strengina, sem veggir voru hlaönir úr, og gekk því verk-
ið greiðlega. Viðurinn, sem fór í grind og upprefti, var
sóttur skamtna leið í skógarbelti eitt í grend og var exin
ein notuð til að fella og telgja. Undir kofa þessum gróf
hann kjallara, 8 fóta breiðan og 10 fóta langan og hálft
sjötta fet á hæð undir gólf, sem var lagt úr tilhögnum
skógarrenglum. Voru veggir kofans klæddir léreftum
fyrir ofan rekkju og sömuleiðis á bak við borð, sem stóð
fyrir stafni undir stórum glugga með sex rúðum í. Fjöl-
skrúðug voru híbýlin ekki, en svo er þeim nákvæmlega
lýst.til þess síðari kynslóðir geti lengið nokkura hugmytid
um lífskjör þau, er feður þeirra áttu við að búa fyrstu
frumbýlings ár sín hér.
En þarna innií þessum fátæklega kofa fór þeim hjón-
um fyrst á æfinni að finnast dagrenning vera að koma í
eftialegu tilliti. í þessum kofa bjuggu þau með þrern
dætrum hátt á þriðja ár. Þó var það eitt, sem fljótt fór
að ama að, eftir að vestur kom, en það var heilsubrestur.
Kendi Jótt hans þegar í fyrri ferð sinni vestur 1878. Tók
hann þá að þjást af meltiiigarleysi, sem aldrei hefir síðan
lagast. Á þenna kvilla bættist það, að 12.marz 1896 fekk
hanti eins konar slag (apopleksi). Þó náði hann sér
furðanlega eftir það, en skilið hefir það eftir ýmis konar
veiklan á sálu og líkama.
Vorið 1894 hætti Jón búskap. Fekk hann Alberti,
syni sínum jörð sína til allra afnota með samningi um, að
hann sæi fyrir foreldrum sínum eins lengi og þau lifði.
Börn þeirra hjóna eru þessi :
1. Eggert, f. 1. ágúst 1860
2. Albert, f. 9. maí 1862
3. Guðný, f. 2. febrúar 1864
4. Jónas, f. 10. október 1865, d. 28. des. i904