Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 88
66
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
urinn eöa hiS svonefnda ,,þrælastríð“,milli ,,Norður-ríkj-
anna“ og- ,,SuÖur-ríkjanna“ stóð yfir fyrir hálfri öld síðan.
íbúar Bandaríkjanna eru nú þegar farnir að undirbúa
stórkostlegt hátíðarhald um alt landið til að minnast Lin-
colns forseta, sem réttilega er nefndur ,,frelsari“ ríkja-
sambandsins — Bandaríkjanna — hins víðlendasta og
voldugasta lýðveldis, sem nokkurn tíma hefir átt sér stað
í veröldinni. Mér fanst því, að ritgjörð um Lincoln væri
mjög tímabær, og ásetti mér að skrifa grein um hann í
Almanakið. En því miður er rúmið takmarkað, svo mér
er ómögulegt að segja æfisögu mikilmennisins, Lincolns,
eins og eg hefði viljað gjöra það, og vona eg að lesendur
Almanaksins taki viljan, fyrir verkið.
Eg ætla að byrja með því, að gefa yfiriit yfir helztu
viðburði í æfisögu Lincolns á yngri árum hans, svo
lesendur Almanaksins, sem eg ímynda mér að fáir, eink-
um utan Bandaríkjanna, sé sögu hans svo nákvæmlega
kunnugir, geti betur áttað sig á því sem á eftir fer.
Abraham Lincoln, 16. forseti Bandaríkjanna í Norð-
ur-Ameríku, var fæddur í bjálkakofa á nýbýli foreldra
hans út í skógunum í Hardin-county í Kentucky-ríki,
12. feb. i8o9. Faðir hans var Thontas Lincoln, en móðir
hans hét Nancy Hanks áður hún giftist. Eftir því sem
menn bezt vita, var Thomas Lincoln kominn af Samúel
Lincoln frá Norwich á Englandi, er flutti vestur um haf
og settist að í Hingham í Massachussets-ríki árið 1638.
Nokkurir af afkomendum Samúels, er voru kvekarar,
fluttu frá Massachussets suður í Amity-township í New-
Jersey-ríki (nú Berks-county í Pennsylvania-ríki), og síð-
ar tneir suöur til Rockingham-county í Virginia-ríki. —
Lincolns-fólkinu í Virginia er í ritum frá þeirri tíð lýst
þannig, að það væri ,,heiðvirt og efnað fólk“.
Abraham Lincoln eldri, afi Abrahams Lincolns for-