Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 89
ALMANAK 1909.
67
seta, var kunnur hinum nafntogfaSa veiSimanni og
landa-kannara Daníel Boone, og' afleiSingin af þessari
viSkynning varS sú, aS Abraham Lincoln, eldri, fliitti sig
meS fjölskyldu sína norSvestur í eySi-skógana í Ken-
tucky-ríki, þar sem nú er Jefferson-county. Þar drápu
Indíánar hann fyrir augum sona hans þriggja, er þeir
feSgar voru aS rySja og hreinsa bújörS sína.Yngsti sonur-
irin hét Thomas,og var hann aS eins 6 ára' aS aldri, þegar
faSir hans var drepinn. Piltur þessi ólst upp í algjörSu
mentunarleysi, og hélt sér fyrst uppi á ýmisskonar vinnu,
en síSar fór hann aS læra trésmíSi. Hann var mikill
vexti og sterkur, en virSist hafa veriS fremur Iatur og
enginn gróSatnaSur. Þegar honum rann í skap, er sagt
aS hann hafi tekiS ómjúkum höndum á mótstöSumönnum
sínum. ÁriS 1806 giftist hinn ungi trésmiSur Nancy
Hanks systurdóttur Jóseph Hanks, trésmiSs, í Elizabeth-
town, í Kentucky, er hann vann hjá. Hún var komin af
ómentuSu almúgafólki, en var fn'S sýnum, greind, og
kunni aS lesa og skrifa, oger sagt aS hún hafi kent manni
sínum aS klóra nafniS sitt. Fyrst eftir að þau giftust,
áttu hin ungu hjón heima í litlum bjálkakofa fast viS
Elizabethtown, og þar fæddist þeim dóttir. Ári eftir aS
hann giftist, keypti Thomas Lincoln litla og hrjóstuga
bújörS viS grein af Nolin Creek í Hardin-county. Þang-
aS flutti hann meS konu sína og dóttur og lifSu þau þar í
mikilli fátækt. íbúSarhúsiS var lítill og lélegur bjálka-
kofi, meS einum dyrum, einum glugga og leirgólfi.
Tveim árunt síSar, 12. febr. 1809, fæddist þeim hjónum
sonur í þessuni lélega kofa, og létu þau hann heita eftir
afa sínum, Abraham Lincoln. ÞaS var þessi sonur þeirra,
sem síSar varS forseti Bandaríkjanna, hann, sem stjórnaSi
þeim á meSan hiS voSalega borgarastríS stóð yfir, og var