Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 95
ALMANAK 1909.
73
Þetta sama suniar geröist Lincoln verzlunarþjónn í
New Salem, þorpi á bakka Sagamon-árinnar,hjá nefndum
OfFut. RáSvendni hans og samvizkusemi viS þann starfa
hefir verið viSbrug'SiS. Til dæmis er sagt aS hann hafi
eitt sinn gengið þrjár mílur í mvrkri, eftir aS búSinni var
lokaS, til aS færa manni nokkrum 6 cents, er hann hafSi
reiknaS af honum í viSskiftum sama daginn.
Lincoln komst í svo mikiö álit í New Salem,aS þegar
hinn litli Black Hawk Indíána-ófriSur hófst, voriö 1831,
þá var hann kjörinn foringú fyrir sjálfboSaliSinu úr því
bygSarlagi. Eftir aS ófriSnum lauk, — Lincolns-hersveit-
in fekk aldrei tækifæri til aö berjast — bauS hann sig fram
sem þingmannsefni í neSri deild Illindis-þingsins, en
náSi ekki kosningu, og vai þaö hiS eina skifti á æfi hans,
sem honum var hafnaS þegar hann bauö sig fram til
kosningar. —Skömmu síöar keypti hann helming í verzl-
un nokkurri í New Salem, en félagi hans var ónytjungur,
og verzlunin fór á höfuðiS. Lincoln tók upp á sig alla
skuldasúpuna og borgaSi hvert cent meS tímanum, en
þetta hélt honum í peninga-kröggum í mörg ár á eftir. —
Lincoln sjálfur var ekki góSur kaupmaSur, því um sama
leyti útvegaSi hann sér lögfræöisbækur Blackstone’s og
Chitty’s og sat oft bæSi nætur og daga viS aS lesa lög-
fræSi. Eftir þetta var sama livaS liann hafSi fyrir stafni,
þá skildi hann ekki lögfræöisbækurnar viS sig. — Land-
mælingamaöurinn fyrir Sagamon-count’y þurfti aS fá sér
aSstoöarmann, og bauö Lincoln þá stööu. Lincoln kunni
ekkert aö mælingum, eti á 6 vikum lærSi hann svo mikiS
af bókum, aS liann var starfinu vaxinn. Uppdrættir, er
hann gjörSi yfir mælingar sínar, eru enn til, og eru fyrir-
tuynd hvaS vandvirkni og glöggleik snertir.
ÁriS 1834 bauS Lincoln sig fram í annaÖ sinn til
þingmennsku í neöri deild Illinois-þingsins og náöi kosn-