Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 99
ALMANAK 1909.
77
hinum mörgu ræðum hans. Fram að þessum tíma hafði
Lineoln einungis rætt þrælahalds-spursmálið á grundvelli
póiitískrar stefnu, en ekki sem spursmál um hvað rétt
væri eða rangt. En nu var sem hann væri orðinn endur-
fæddur, hefði verið skírður eldlegri skírn til sannleika og'
réttlætis. Eldurinn, sem hafði verið innibvrgður hjá hon-
um í mörg ár, braust nú út með óniótstæðilegu afli, og
upp frá þeim degi átti þrælahald engan skæðari óvin.
Arið 1858 tilnefndu Eepublikanar í lllinois Lincoln at
síniim flokki til að sækja um senators-sæti í sambands-
þinginu gegn Stephen A. Douglas. Þeir héldu sameig-
inlega fundi um þvert og endilangt ríkið,og varði Douglas
þrælahald, en Lincoln sýndi fram á að það væri hróplegt
ranglæti. Er sagt, að Douglas fengi hina verstu iitreið
á öllum fundunum í orðaviðskiftum við Lincoln, en þrátt
fvrir það varð Douglas ofan á við kosninguna. Samt er
enginn vafi á, að rimma þessi var undirbúningur til.sig-
ursins, sem Lincoln vann við forsetakosningarnar 2 árum
síðar. Eftir þessa viðureign þeirra var farið að minnastá
l.incoln sem forsetaefni, og í maí 1860 náði hann tilnefn-
ingu á allsherjar flokksþingi Republikana í Chicago. í
vali voru í þetta sinn sem forseta-efni : Abraham Lin-
coln, af hálfu Republikana; Stephen A. Douglas og
Breckenridge, af hálfu Demokrata.sem sjálfirhöföu klofn-
að á flokksþingi útaf þrælahalds-málinu; og Bell (áður
Whig) af hálfu flokks er nefndi sig „Constitutional
Union“-flokk og sem samanstóðaf ,,Whig“-um af gamla
skólanum og öðrum utanveltu-mönnum. Beinu kosning-
arnar, er fóru fram 6. nóv. 1860, féllu þannig, að Lincoln
fekk 1,857,601 atkv; Douglas 1,291,574 atkv.; Brecken-
ridge 850,082 atkv.; og Bell 646,124 atkv. Lincoln vant-
aði þannig 930,170 atkv. til að hafa meiri hluta allra at-
kvæða, sem greidd voru, en þegar hin tvöfalda kosning