Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Page 108
86
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
stefndi beint á þorpiS í Spry Bay. Og þaö var heldur
undanhald, heldur en hitt.
í þorpinu í Spry Bay stóSu menn niöur viS sjóinn og
horföu út á sundiö. — Þar gengur mjótt og langt nes
austur í víkina og myndar trygga og góða höfn. Þar er
ætíð kvikulaust með öllu, þegar norðaustan veður ganga.
En fyrir utan nesiö er oftast ókyrr sjór, og það jafnvel,
þegar logn er. Þar er hin illræmda Spry Bay-röst; og sá
þykir engin liðleskja; sem róiö fær þar yfir um einn á bát,
þegar norðaustan kul er.
Þeir stóðu þar niðvir við höfnina, þorpsbúar. Þar
voru þeir 0’Hara-bræður,0’Brians-menn,McIsaacs-frænd-
ur, Reids-menn, og tröllið hann Donald Gaskell — allir
heljarmenni og þaulæfðir sjógarpar. En þeim leizt ekki
á sjóinn þann dag.
,,Hvað er þarna á sundinu ?“ sagði einhver.
,,Það er bátur“, sagði gamli Donald Gaskell. Hann
stóð með krosslagða armana og reykti úr stuttri krítar-
pípu.
,,Sá bátur hlýtur að vera vel skipaður mönnum, sem
leggui út á sjóinn í dag“, sagði einhver í hópnum.
,,Það er að eins einn maður í bátnum“, sagði Don-
ald Gaskell; ,,og það er sá gamli íslendingur, því bátur-
inn kemur frá eyjunni“.
,,Þá er hann líka orðinn ær og örvita“, sögðu hinir.
,,Nei, ekki mun hann vera ær“, sagði Donald,
,,heldur mun eitthvað vera að hjá honum, því enginn
leggur út á slíkan sjó, á opnum smábát, nema brýn nauð-
syn beri til og líf sé í hættu“.
Þorpsbúar höfðu nú alt af stöðugt augun á bátnum.
Þeir sáu að honum var knálega róið, og að honum miðaði
drjúgum áfram, enda var veðrið heldur á eftir. Hann
færðistalt af nær og nær, unz hann kom að brimröstinni
við nesið. Þar var sóknin hörðust og Iengi tvísýnt, hvort
hann kæmist af. En að lokum slapp hann yfir röstina og
inn á lygnuna fyrir innan nesið. Þar voru menn til taks,
sem óðu út í sjóinn á móti honum og drógu bátinn, með
Hrómundi í, upp á þurt land.— Svo þyrptust menn utan
um hann og spurðu hann, hvað honum gengi til að sækja