Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 111
ALMANAK 1909.
89
Niöur við sjóinn voru þorpsbúar. Þeir viku úr vegi
fyrir Hrómundi um leiS og hann gekk að bát sínum. Þeim
þótti brún bans þung-, og eitthvað tröllslegt við bann og
óhemjulegt. Og þeir þóttust vita orsökina.
Donald Gaskell tók út úrsér krítarpípuna,og gekk til
hans og lagði hönd á öxl honum.
,,Vertu kyrr, gamli íslendingur !“ sagði Donaldmeð
sinni djúpu bassa-rödd; ,,vertu kyrr hjá okkur þangað til
veðrinu slotar ofurlítið, og þá skulu u'u færustu drengirn-
ir hérna flytja þig og dr. Patrik á stóra bátnum lians
O’Hara út til eyjarinnar. En, nú sem stendur, er engu
skipi fæit út á sundið, nema stóru gufuskipi“.
Allir tóku nú í sama strenginn og Donald, og báðu
Hrómund að bíða, unz veðrinu slotaði ögn.
En gamli Hrómundur þagði. Hann ýtti fram bátn-
um ofurhægt, þumlung fyrir þumlung, og virtist vera að
ráða það við sig, hvort hann ætti að vera eða fara.
,,Hafðu mín ráð, gamli, sterki sæ-úlfur“, sagði Don-
ald, ,,og vertu kyrr; því svo ilt sem það var, að komast í
land, verður þó hálfu verra að fara til baka“.
En Hrómundur þagði enn, og hélt áfram að ýta bátn-
um fram, þumjung fyrir þumlung, án sýnilegra erfiðis-
muna. Báturinn var að sjá léttur eins og skel í höndun-
um á honum.
í þessu kom dr. Patrik í hópinn. Hann kallaði hvað
eftir annað til Hrómundar, og bað hann að gæta skyn-
seminnarog fara ekki fyrr en lyngdi, og kvaðst þá skyldi
fara með honum. Ymsir aðrir skutu þar orði inn í, -—
en Hrómundur þagði alt af. — Og nú var hann næst um
búinn að ýta bátnum á flot. Hann sneri sér við með
mestu hægð, og horfði til mannanna, sem stóðu í þéttri
röð í fjörunni. Hann horfði út til eyjarinnar, og hugsaði
til kotuinnar dauðvona og litlu barnanna sinna, og hann
horfði á röstina við nesið og ölduganginn á sundinu. í
stuttu máli : hann horfði eins og maður sá, sem ætlar að
stökkva vfir hyldýpis-gjá, upp á líf og dauða, og er að
mæla með augunum, hvað stökkið sé langt, og þykir tví-
sýnt að hann komist yfir um.