Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 31
Almattak
Útgefandi: Ólafur S. Thorgeirsson.
34. ár. WINNIPEG 1928.
Dakota Saga Thorstínu Jackson.
Eftir K. K. Ólafson.
Bók þessi er nú búin aÖ vera í höndum almennirigs i
þvínær heilt ár. Á hana hefir veriÖ minst i íslenzku
blööunum hér vestra, bæÖi af hálfu ritstjóranna og ýmsra
annara, en enginn, sem er verulega kunnugur því efni,
er bókin fjallar um, hefir um hana ritað, nema þá i sam-
bandi við einstök atriði. Sá, er þetta ritar, hefði kosið
að einhver nákunnugri frumbyggjalífinu en hann, hefði
tekiö bókina til meðferðar, en við því þarf víst ekki að
búast úr þessu. En engin vansæmd er meiri gagnvart
því, sem ritað er, en að því sé ekki gaumur gefinn og það
athugað eftir föngum. Sérstaklega er þörf á því um
söguleg rit, að þau verSi fyrir óháSri gagnrýni. En það
er stór vöntun á því í okkar íslenzka þjóðlífi, að fram
komi óháðir, sanngjarnir dómar um rit og atburði.
Það má því virðast ofdirfska að stofna til ritdóms, af
þeim, sem gjarnan vildi forðast þau sker, sem svo margir