Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 32
22
hafa strandaö á, og veit vel aS tæpt er vaS sanngirninnar í
hverju máli. A8 eg er sonur eins landnemans í NorSur
Dakota og hefi átt heima þar í 45 ár, og af þeim tíma
veriS þjónandi prestur í bygSinni í 21 ár, hefir þaS í för
meS sér aS eg hefi haft nokkurt tækifæri til aS kynnast
bygSinni og sögu hennar, og tel mér einkar kært alt, sem
henni viSkemur. En meS atburöi og einstaklinga svo
nærri, verSur sanngirnin oft þeim mun erfiSari, ekki sízt
fyrir þann, sem tekiS hefir þátt í lifi og starfi bygSarinn-
ar. Fyrir þessu geri eg mér grein, en legg á hættuna.
ÞaS má ekki minna vera en aS bókin sé athuguS nokkuS
nánar en veriS hefir, áSur en fyrirhuguS viSbót viS hana
kemur út.
Höf. bókar þessarar, l'horstína S. Jackson, er góS-
kunn meðal íslendinga beggja megin hafsins. Hún er
dóttir eins landnemans í NorSur Dakota og er þar upp-
alin Er hún því aS rita um efni, sem liggur nærri hjarta
hennar. Auk þess er þaS ræktarsemi viS minning föSur
hennar, Þorleifs Jackson, sem á þátt í þvi aS hún leggur
hönd á þetta verk. Hann hafSi gefiS út þrjár bækur um
landnám íslendinga í Ameríku ,og auk þess byrjaS á aS
safna til sögu íslendinga í Dakota. Dóttirin tekur upp
starf föSur síns, og ritar sögu þessa. Sýnir hún meS því
ekki litiS áræSi, því þaS er mikiS og vandasamt verk, og
eklci vænlegt til gróSa, f járhagslega.
Bókin er 474 bls. aS stærS í stóru broti, og er pappír
og prentun í bezta lagi. Mesti fjöldi er af myndum í
bókinni, og eru þær flestar skýrar og góðar. Hún skift-
ist í sjö kafla. SíSasti kaflinn er lengstur, og nær yfir
fulla tvo-þriSju af efni bókarinnar. Eru þaS æfiágrip
frumbýlinga. Þrír kaflarnir næstu á undan eru um ein-
staka menn í opinberum störfum, í mentamálum og á
öSrum sviSum, og útdrættir úr bréfum og ritgerSum. Eru
þá eftir 70 bls. framan af bókinni. Af því eru 20 bls.