Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 33
23
inngangur, formáli, myndir og uppdrættir. Eru því 50
bls. í bókinni, sem er almenn saga bygðarinnar og er fjall-
aS um landnám og fyrstu árin, yfirlit yfir búnað Isl. i
Norður Dakota og félagslif.
Jafnvel slíkt stutt ágrip af efni bókarinnar, ber það
meS sér að hér er miklu fremur aS ræða um safn til sögu
en sjálfstæSa söguritun. í safni til sögu eiga heima allar
þær heimildir, sem fáanlegar eru. Sjálfstæð söguritun,
vinnur svo úr efninu. Þar kemur dómgreind og athugun
söguritarans til greina. Mér kemur það svo fyrir að höf.
hafi meS allmiklum dUgnaSi safnaS að sér til bókarinnar.
Það liggur í augum uppi hvílíkt feikna verk það hefir
veriö að nú jafnvel í þær heimildir, sem þar eru, þó
fjarri sé því að efniS sé tæmt. Er það eflaust aðal kost-
ur bókarinnar aS þar er safnaS saman á einn stað svo
miklu efni, sem snertir sögu íslendinga í Dakota. En á
því virðist mér lítiö bera, aS heimildirnar hafi verið born-
ar saman, athugaSar og úr þeim unnið. Hvort þetta er
rétt athugað, kemur betur í ljós viö nánari athugun á ein-
stökum köflum bókarinnar.
I. KAFLI.
Landnám og fyrstu árin.
Þessi kafli nær yfir fimtán blaðsíSur. Um þetta efni
var ritað all-ítarlega af séra FriSrik J. Bergmann í alma-
naki Ólafs S. Thorgeirssonar fyrir áriS 1902. Eðlilega
verður manni það aö gera samanburð á þessum kafla og
þeirri ritgerS. Og finst mér þessi kafli hjá Thorstínu
lítiö annaS en útdráttur úr frásögn séra FriSriks, svo
miklu nákvæmar rekur hann söguna en hér er gert. Hef-
ir því höf. hér ekki tekist að bjarga neinu verulegu úr hafi
gleymskunnar, sem áður hefir ekki verið birt. Og því
niiður er ýmislegt aS athuga við hina stuttu frásögu, sem
ber vott um aS heimildirnar hafa ekki verið vel notaSar.