Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 34
24
Ein af fyrstu sögulegu staðhæfingum þessa kafla er,
a8 séra Páll heitinn Þorláksson megi me'Ö sanni nefnast
faöir íslenzku bygðarinnar í Norður Dakota. Um þá
staðhæfingu mun ekki verða deilt. En þá furðar maður
sig á þeim smekk, að hafa mynd af honurn meö þremur
öðrum á einni blaðsíðu, en miklu stærri myndir af ýms-
um öðrum, sem miklu minna koma við sögu. Faðir
bygðarinnar ætti að skipa heiðursess einnig í myndasafni
í sögu bygðarinnar. — Maður saknar þess í sambandi viö
myndina á blaðsiðu 28, af hópnum, sem íór til Ameríku
1872, að þar fylgja ekki öll nöfnin með, einkum vegna
þess að séra Hans Thorgrímsen, sem er einn á myndinni,
hefði getað veitt allar upplýsingar í því efni. — Þá er
einnig mynd af fyrsta íslenzka frumbyggjabýlinu í Norð-
ur Dakota, eftir málverki Emile Walters. Hefir á það
verið bent að þar er ekki um sögulega nákvæmni að ræða.
Enda er það ekkert vafamál. En aldrei mun það hafa
verið tilgangur listamannsins að þetta væri sögulega ná-
kvæm mynd, en þá eru villandi ummæli höf. undir mynd-
inni. Efast víst enginn um listagildi neins málverks
Emile Walters.
Á bls. 30, er þess getið að haustið 1879 hafi allir is-
lenzku bændurnir í Shawano-sýslu fWis.ý kornið til
Dakota. Þetta er villa. Þorlákur Jónsson frá Stóru-
Tjörnum og synir hans þrír voru fyrstir til að flytja það-
an til Dakota. Var það 1879. En ekki fyr en næsta sum-
ar (1880) kom til Dakota það, sem eftir var af íslenzka
hópnum í Shawano county. Meðal þeirra voru Hall-
grímur Gíslason, frá Rútsstöðum í Eyjafirði, Guðmund-
ur Stefánsson og sonur hans Stephan G., Jón Jónson frá
Mjóadal og fl. Er þetta rétt í frásögu séra Friðriks, sem
áður er nefnd. Og í æfiágripi Hallgríms Gíslasonar, síð-
ar í bók Thorstínu, er þess getið að hann hafi komið til
Dakota 1880. Sama er í æfiágripi Jóns Jónssonar frá