Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Qupperneq 35
25
Mjóadal. Er þetta eitt af mörgum dæmum þess hvernig
notaSar eru heimildir.
Á sömu 'bls. ("30J er talinn upp hópur af bændum, sem
á að hafa flutt frá Shawano county til Minnesota, og
þaöan til Dakota, eftir nokkura ára dvöl. Taldir eru
Eiríkur H. Bergmann, Jón Brandsson, HafliÖi Guð-
brandsson, Kristinn Ólafsson og fl. Eini gallinn á þess-
ari frásögn er að enginn af þessum mönnum, nema Ei-
ríkur Bergmann, mun nokkurntíma hafa stigið fæti i
Shawano county. Þessi villa á upptök sín í bók Þorleifs
Jackson (“Frá austri til vesturs’V, en leiðrétting á henni
er að finna i æfigripum Jóns Brandssonar og föður míns
síðar í bók Thorstínu, hvað þá snertir, og eins um hina.
Var því í lófa lagt fyrir nákvæman söguhöfund að hafa
þetta rétt.
Ekki er það, ef til vill, alvarleg ónákvæmni að segja
á einum stað: “Eitt var sameiginlegt með öllu þessu
fólki, og það var allsleysið”; og svo aftur seinna: “Fólk
það, sem kom frá Minnesota og Wisconsin, var yfir höf-
uð betur efnum búið en þeir frá Nýja Islandi,” en eitt-
hvað er það óljósara en frásögn séra Friðriks um sama
efni. Getur hann um hvað bændurnir frá Minnesota hafi
komið með, og átti einn þeirra um 20 nautgripi, 10 kind-
ur og auk þess þrenn uxapör til vinnu. Hinir minna, en
l»o nokkuð. Var þetta mjög fjarri allsleysi eftir þess
fíiua mælikvarða.
Þannig er gerð grein fyrir legu bygðarinnar að landa-
uiærin að sunnan hafi verið “við norðurkvísl Park-ár.”
Mundu flestir ókunnugir skilja þetta þannig að bygðin
hafi ekki náð suður fyrir þessa kvísl. En það rétta er að
'3ygðin náði þrjár mílur suður fyrir þau takmörk. Þá
hefir mig einnig furðað á lýsingunni á legu Sandhæð-
anna: “Mitt á milli Hallson og Mountain liggja hæðir,
nokkrar mílur til norðausturs, og nefnast Sandhæðir.