Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 36
26
...... Þar var snemma á árum settur póstafgreiSslu-
staður og nefndur Akra Mun erfitt fyrir ókunn-
uga að átta sig á því, eftir þessari frásögn, að Akra sé
beint austur af Hallson. Sandhæðabygðin er talin að
hafa byrjað 1881. Séra Friðrik nafngreinir allmarga,
sem sezt hafi þar að 1879.
Alvarlegasta og óskiljanlegasta villan í þessum kafla
er það fbls. 31,) að Mouse River bygðin hafi verið mynd-
uð um árið 1900. Það var svo auðvelt að grafast fyrir
hið rétta í þessu efni. Þar sem safn til sögu bygðarinnar
hefir birzt á prenti í almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar, og
auk þess mundu flestir miðaldra íslendingar í Dakota, að
maður nefni ekki þá sem eldri eru, geta umhugsunarlaust
farið nær um aldur bygðarinnar en þetta. Fyrsti land-
neminn mun hafa sezt þar að árið 1885. Var það Jóhann
Breiðfjörð, móðurbróðir dr. Brandsonar í Winnipeg.
Bjó hann áður við Tungána skamt frá Flallson, en er
ekki getið i hópi landnemanna þar i þessari sögu. Sögu-
leg ónákvæmni getur varla gengið lengra en að skeika um
fimtán ár á aldri ibygðar, sem er liðlega fjörutíu ára göm-
ul. En eftir venju ber þessu skki saman við æfiágripin
seinna í bókinni, því þar er getið um að menn hafi flutt
til bygarinnar talsvert fyrir aldamótin. Það er eins og
höf. fyrsta kaflans hefði ekki lesið síðasta kaflann í bók-
inni.
í sambandi við hina illræmdu verzlun Flaraldar Thor-
son í bygðinni er þess getið að það sé enn í manna minn-
um að hann hafi selt tvo hesta (team) fyrir $400 og tvo
múla fyrir $500. Virðist höf. ógna verðið, en sannleik-
urinn er að þetta var algengt verð. þó ætt væri við aðra
en Thorson. Mér er kunnugt um dæmi, þar sem íslend-
ingur keypti af íslendingi fyrir fullkomlega þetta verð.
Enda er ekkert í frásögu sér Friðriks—og þaðan er þetta
auðsjáanlega tekið,—sem bendir til þess að þetta hafi