Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 38
28
yfir alla búskaparsögu íslendinga í Norður Dakota, sem
samið hefir verið og birt. Gefur það yfirlitinu sérstakt
gildi aö það er samið af fjórum bændum iir hópi land-
nemanna. Nokkur drög eru til ibúskaparsögu fyrri helm-
ingsins af því tímabili, sem hér ræðir um, í áðurnefndri
ritgerð séra Friðriks J. Bergmann, og er ekki hægt að
segja að miklu sé hér bætt við af upplýsringum um byrj-
unarár búskaparins. Skýrsla Hallgrims Gíslasonar um
búskapinn í Garðarbygð 1884, sem tekin er upp í ritgerð
séra Friðriks, er enn þá glöggasta skilrikið um það, sem
var að gerast í búskapnum þá. En hér er heildaryfirlit
yfir 44 ár frá nákunnugum mönnum, sem verSur að telj-
ast rnjög þýðingarmikið, sögulegt skilríki. Þó munu marg-
ir kunnugir gera athugasemdir við ýmislegt, sem þar er
haldið fram.
AS það hafi verið einkenni íslendinga um það leyti
og vesturfarir hófust, “að vera ánægðir með kjör sín,”
eins og þessir öldungar halda fram, er vist mikið vafa-
mál. Voru ekki einmitl vesturfarirnar vottur um hið
gagnstæða? — En þaS skiftir ekki miklu. —
Of lítið finst mér úr því gert að efnahagur manna
hafi batnað nokkuð verulega frá 1880 til 1890. Góður
var efnahagurinn auðvitað ekki orSinn um 1890, en þó
allmikil framför, t. d. í Garðarbygðinni. Og ef rétt er
að virða landið meS þeim umbótum, sem á því höfðu
verið ge'rðar, sem næst tíu dollara ekruna um 1890, og
svo lausafé að auki, hefðu skuldir bónda ,er bjó á 160
ekrum átt alment að vera hátt upp í tvö þúsund dali, ef
skuldir og eignir stóSust á. Mun slikt hafa heyrt til
stakra undantekninga. Annars mun það tæplega rétt að
telja meðal verð á Iandi tíu dollara ekruna frá 1880—
1890, eins og gert er í þessu yfirliti. Það hefir ef til vill
náS því meðalverði um 1890, en þar á undan var það
mikið lægra. Annars er það einkenni á þessari ritgerð,