Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 43
33
milli manna úr þessum félögum, sem vöktu mikla athygli.
Margir tilþrifamiklir ungir menn komu þarnji fram, ur'Öu
fyrir áhrifum og höfSu áhrif á aÖra. Eg minnist aÖ sjá
í fyrsta sinn á þessum málfundum, Helga heit. Stefáns-
son, bróður Þorgils Gjallanda (Jóns Stefánssonar) Stefán
S. Einarsson, sem nú býr í Mouse River bygö, og fl..
sem siðar hafa átt góðan þátt í sögu Vestur-íslendinga.—
Á lestrarfélögin er minst með fimm línum á bls. 6g. En
ekki er nokkur vottur þess að höf. hafi persónulega kynt
sér ]?au gögn, sem til eru, viðvikjandi sögu þeirra. 1 þess
stað er vitnað í þá óákveönu staðhæfingu í riti þjóð-
ræknisfélagsins fyrir 1919, að með fyrstu íslenzku lestr-
arfélögum í Dak. hafi verið stofnað af Sandhæöabúum
1887. Þessi félög voru svo áhrifamiklar menningarlindir
í sögu bygðarinnar, að þau verðskulda að saga þeirra sé
nokkuð nánar sögð en þetta. Og ekki hefði veriö úr vegi
að geta þess hvernig bækurnar voru notaðar af alþýðu,
því lestrarfýsn íslendinga á frumbýlingsárunum hér
vestra mun varla hafa átt sinn líka meðal nýlendulýös
annara þjóða á sama tíma. Og þegar sagnfræðingar og
félagsfræðingar famtíðarinnar fara aö nota bók þessa,
eins og Vilhjálmur Stefánsson gerir ráð fyrir í inngang-
inum, til aö byggja á henni láyktanir viðvikjandi frum-
byggjalífi, langar mann til þess að allur sá auður, sem
leyndist í fátækt frumbyggjalífsins íslenzka, hefði rnátt
blasa við augum þeirra.
Fáir menn koma rneira við sögu í bygðinni í Norður
Dakota um þvínær tuttugu ára skeið en séra Friðrik J.
1 iergmann. Auk þess gat hann sér orðstýr útávið, og
varð þjóðkunnur rithöfundur. Er honum helguð liöug
blaðsíða í þessum kafla. A^arla er það að gera honum og
starfi hans skil, ef borið er saman viö ýmsa aðra. Um-
mælin um hann eru vinsamleg og verðskulduð, þó fáir
muni fella sig við þá lýsingu á honurn að hann hafi