Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 44
34
veriíS “góSglaÖur.” Og dæmiS, sem dregið er fram til að
sýna ósérplægni hans, ber naumast vott um næma til-
finningu fyrir þvi, hvað hafi sögulegt gildi. Nýbúið er
að kalla séra Jónas A. Sigurðsson fyrir prest í Norður
parti bygðarinnar, og þá er séra Friðrik staddur á safn-
aðarfundi í Vídalínssöfnuði, 15. jan. 1893. Er þá gerð
fyrirspurn til hans um það “hvað hann setti upp fyrir
alla sína fyrirhöfn” í sambandi við þessa köllun. En
séra Friðrik afþakkar alt endurgjald. Sýnir þessi frá-
saga hve gott samkomulag var með séra Friðrik og
Vidalíns-söfn., en það er afar fátæklegt dæmi upp á ósér-
plægni séra Friðriks, því varla rnundi nokkur hafa sett
upp borgun fyrir þá fyrirhöfn, sem hér var um að ræða.
Meira sláandi í þessu sambandi hefði verið að segja frá
því að hann varð fyrir því í prestskapartíð sinni í Dakota,
að færð voru niður við hann launin, og mótmælti hann
því ekki með einu orði. Það mundi mörgum hafa orðið
erfiðara. Ekki er minst á séra Friðrik sem höfund eða
sagnaritara. — Þess er heldur ekki getið að séra Jónas
Sigurðsson sé skáldmæltur, og hinum miklu sönghæfi-
leikum séra Fiansar Thorgrimsen, og hinu þýðingarmikla
starfi lians í þarfir sönglistar í bygðinni er gerð skil með
þremur línum. Þetta eru einungis dæmi þess hvernig
farið er með efni.
Um sjálfstæða söguritun er ekki að ræöa í þessum
kafla. Ffann ber ekki vott um að neitt verulegt hafi
græðst fyrir almenna sögu bygðarinnar, við útkomu þess-
arar bókaí.
IV. KAFLI.
Da.kota-fslendingar í oþinberum störfum.
Það sem eftir er af bókinni eru þættir um einstaka
menn, að undanteknum VI. kaflauum. Aðallega fjallar
kaflinn um fimm menn, þó minst sé lauslega á aðra, er