Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 45
35
gegnt hafa opinberum stöðum. Eru það þeir Magnús
Brynjólfsson, Daníel Laxdal, Sveinbjörn Johnson, GuÖ-
mundur Grímsson og George Peterson. Eru þeir allir
lögfræðingar, og eru myndir af þeim öllum. Myndirnar
af þeim Sveinbirni Johnson og Guðmundi Grímssyni eru
talsvert tilkomuminni aÖ stærð en af hinum þremur. Er
það lítt skiljanlegt, því GuÖmundur er einn af þeim sár-
fáu íslendingum hér í álfu, sem orÖið hefir þjóðfrægur,
og Sveinbjörn hefir skipað með heiðri sess dómsmálaráð-
herra og dómara í æðsta rétti í Norður Dakota, og hefir
enginn einn íslendingur hér vestra skipað tvær jafn á-
byrgðarmiklar stöður i þjóðmálum. Enda er ósamræmið
í þessum kafla einungis í myndunum, en ekki í ummæl-
unum um þessa menn.
Nokkurar ónákvæmni gætir í þessum kafla. Að telja
Non-Partisan League í Norður Dakota, sócíalista er
hvorki rétt eða sanngjarnt. Að íslendingar í N. Dak.
hafi fyrst í stað, hvað stjórnmálastefnu snertir, aðallega
Iátið stjórnast af áhrifum skandinaviskra nágranna, er
víst meira en vafasamt. Á meðal þeirra, er setið hafi á
ríkisþingi í Bismarck er nefndur J. Westdal. Á víst að
vera Stefán Th. Westdal. Ekki er þess getið í þessum
kafla að Skafti Brynjólfsson hafi átt sæti í efri málstofu
þingsins. Að þeir Magnús Bryjólfsson og Daníel Laxdal
hafi ekki notið margra ára skólamentunar, er rétt hvað
Magnús snertir, en Daníel stundaði nám við Luther
College í Docorah, Iowa, í mörg ár, þó eitt ár muni hafa
vantað til þess hann útskrifaðist. Að þýða Justice of
the Supreme Court sem háyfirdómari, er víst tæplega
rétt. Háyfirdómari mun fremur veraChief Justice. Erek-
ari skilgreiningu hefði þurft á verkamönnum alment og
I. W. W. (Tnternational Workers of the World). Úr
tölu þeirra er útskrifast hafi í lögum frá ríkisháskólanum
í Grand Forks sakna eg nafns Óskars Benson, sem er við