Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 46
36
lögmannsstörf í félagi viÖ Ásnmnd ibróöur sinn í Bot-
tineau, N. Dak. Ekki er þess getiÖ aÖ Pétur G. Johnson
hafi veri'S héraöslögmaöur ('State’s AttorneyJ í Cavalier
county, og gat hann sér þó ágætan orðstýr í þeirri stöðu.
Skrá er yfir sýslunefndarmenn ('County Commissioners),
en þeir eru nefndir sýslunefndarformenn, sem er litt skilj-
anlegt. Þremur er slept úr, þeim Sigurði SigurÖssyni
og Jóni K. Ólafssyni, báÖum að Garðar, og Jakob West-
ford í Upham. Fjórar íslenzkar hjúkrunarkonur eru
nefndar, sem hafa gegnt opinberu heilbrigðisstarfi. Eróð-
legt hefði verið að einhverstaðar í bókinni hefði verið ná-
kvæm og ábyggileg skrá yfir allar íslenzkar hjúkrunar-
konur úr bygðinni — Nefndir eru tveir íslendingar, sem
gegnt hafa embætti sem umsjónarmenn innflutninga fyr-
ir Bandaríkjastjórn, þeir Bogi Eyford og Sigurður Sig-
urðsson. Öðrum slept, sem ýmist hafa haft eftirlit með
innflutningi fólks eða varnings, t. d. Halldóri Halldórs-
syni frá Garðar, sem um 20 ár hefir verið við þesskonar
starf, fyrst í Pembina, svo í St. John’s og nú síðast, að eg
hygg, í Portal. Aðrir eru Jón Skjöld, George Daníel
Peterson, Alfred Stevenson og sjálfsagt fleiri, þó ekki
minnist eg þeirra í svipinn. í þessu efni einnig hefði á-
byggileg skrá yfir alla, sem starfað hafa á þessu sviði
fyrir Bandaríkjastjórn, verið mjög fróðleg. En ábyggi-
leg nákvæmni er altof sjaldgæf í bókinni.
Þessi kafli er mjög stuttur, og ekki erfitt með heirn-
ildir í sambandi við efni það, er hann fjallar um.
V. KAEEI.
Norður Dakoia-lslendingar í mentamálum og á ýmsum
öðrum sviSum.
Er þessi kafli all-langur, þvínær fjörutíu blaðsíður.
Er bezt gengið frá honum, að mínu' áliti, af þeim köflum,
sem samdir eru af höfundi bókarinnar sjálfum. Hér er