Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Qupperneq 47
37
all-nákvæm skrá og umsögn um þá úr bygÖinni, sem
skarað hafa fram úr og getið sér orðstýrs á ýmsum svið-
um. Er það álitlegur hópur, og geta víst fáar bygðir
Vestur-íslendinga tínt fram annað eins mannval. ítar-
legast er þeirra getið, Hjartar Thordarsonar, Vilhjálms
Stefánssonar og Emile Walters. Margra annara all-ítar-
lega, svo sem Stephans G. Stephansonar, Hjálmars A.
Bergmans, séra Rögnvaldar Péturssonar, Gunnlaugs B.
Gunnlaugssonar og Steingríms Hall. Svo er K. N. Júl-
íusar og læknanna getið í styttra máli. Þó dr. Brandson-
ar, dr. Gíslasonar og fl. sé að verðleikum minst, þá finst
mér þó læknarnir heldur verða útundan í samanburði við
aðra. Hvorki er þess getið um dr. Brandson eða dr.
Björnson, að þeir hafi dvalið heilt ár í Norður-álfunni til
að fullkomna sig í vísindagrein sinni. En yfirleitt má
heita að þetta sé vel af hendi leyst. Þessi kafli er til-
einkaður sérstaklega mönnum er fást við mentamál, en
minst er þó um þá, sem beint gefa sig við að kenna. Sakn-
ar maður þess að ekki er ítarleg skrá yfir íslenzka kenn-
ara fyr og seina. Hafa allmargir getið sér góðan orðs-
týr á því sviði.—Ekki er ljóst hversvegna að séra Friðriki
J. Bergmann er ekki að minsta kosti gert jafn-hátt undir
höfði og Séra Rögnvaldi Péturssyni, og talinn rithöf-
undur og jafnvel sagnfræðingur auk þess að vera prestur.
Áður hefir verið bent á hvenær Stephan G. kom til
Dakota. Það var 1880. Er hér farið rétt með það, en í
I. og III. kafla skakt. Ekki mun það rétt að faðir
Stefáns hafi andast í Shawano county. Hann fluttist til
Dakota, og andaðist þar. — Nefndur er á bls. 117 dr.
A. G. Johnson. Á að vera dr. John A. Johnson. Var
hann læknir um tíma í Hensel, Edinburg og Mountain,
og er þess ekki getið í þessum kafla. Þar er sagt að hann
sé nú í Bellingham, Wash. Á að vera 'Tacoma, Wash.
Að minsta kosti einum lækni er slept úr. Heitir hann
Almanak 1928, 1,