Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 48
38
Gunnlaugur Johnson, en mun nú hafa teki'Ö sér ættar-
nafn aÖ auki. Var hann útskrifaður sem B.A. af háskól-
anurn í Noröur Dakota, en í læknisfræÖi viÖ háskólann
í Minnesota. Þótti frábær hæfileika- og námsmaÖur.
Stundar nú víst læknisstarf í Oregon ríki. Ekki er
nefndur Jón tannlæknir Grímsson í Chicago, enginn dýra-
lælcnir og enginn búfræðingur.
VI. KAFLI.
Útdrœttir úr ritgerðum og bréfum.
Helmingur þessa Skafla ,er “Fyrsta ár íslendinga i
Dakota’’ eftir séra Pál Þorláksson, skrifað upp eftir fyr-
irsögn hans, þá er hann lá banaleguna. Ritgerð sú er
tekin úr Almanaki Ólafs S. Thorgeirsonar fýrir árið
1901—þó ekki sé þess þar getið. Er það stórmerk
ritgerð. Svo er bréf, skrifað af Jóni Jónassyni lækni,
frá Syðstavatni í Skagafirði, 7 janúar, 18S0. Mikilsverð
heimild. Svo er endurprentun á hinni ágætu ritgerð séra
Friðriks J. Bergmanns, “Jólin í bjálkakofanum,” tekiö úr
Lögbergi.
VII. KAFLI.
Æfiágrip frumbýlinga íslenzku bygðanna í
Norður Dakota.
Hér er að ræða um feiknamikið safn, sem nær yfir
tvo-þriðju bókarinnar. Hefir þó á það verið bent, og
við það kannast af höfundinum að mjög sé f jærri því að
allir séu hér taldir. Er ráðgert að bæta úr því með því
að gefa út viðbót við bókina. Finst mér safn þetta bera
ofurli'öi hina, sameiginlegu sögu bygðarinnar, sem á und-
an er gengin. Ekki virðist nein regla ráða í safninu,
nema helzt sú að birta það, sem hægt er að ná í um hvern
einn, án þess nokkura hlutfalla sé gætt. Víða er frá-