Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 56
46
Ef til vill hefir ungi maÖurinn heyrt eitthvaÖ um
]?etta; en hafi svo veriÖ, þá er þaÖ vist að hann hefir
engan gaum gefiÖ því. Hann hefir þá hugmynd um
sjálfan sig—og þaÖ réttilega—að hann sé ekki eins og
aðrir dauðlegir menn. Hann er yngri bróðir alræöis-
mannsins á Frakklandi. Augu alls heimsins hvíla á hon-
um, eigi siður en á hinum mikla manni bróður hans, sem
hefir yfirunnið ítalíu, sigrað Austurríki og beinir hlað-
inni byssu að hjartastað Englands.
Nei, Jerome Bonaparte er ekki eins.og aðrir menn;
og auk jjess er hann dauðskotinn: “Mér veitist sú virð-
ing að kynna yður Jerome Bonaparte, liðsforingja,” segir
Saniúel Chase.
Elízabet brosir. Þarna er ekki um neina flugu að
ræða! Þarna er eitthvað öðruvísi en við hinir! Hér er
glæsilegt fiðrildi á ferðinni—já, skrautlegasta fiðrildiö,
sem hún hefir séð á æfi sinni; það heyrir til þeirri tegund
sem nefnist "keisarafiðrildi.”
Þau tala saman; eftir J)að mætast þau daglega og eru
trúlofuð eftir nokkrar vikur.
Það er eins og Patterson vakni upp af draumi; hon-
um verður órótt. Jerome Bonaparte er ómyndugur; að
giftast honum án samþykkis frá löglegum f járhaldsmanni
væri stórhætta; og Jerome á alt undir alræðismanninum.
Patterson sendir Betu dóttur sína til Virginíu; en eftir
örstuttan tíma er hún komin heim aftur til Baltimore;
þau Jerome endurnýja ástamál sín tafarlaust og 29 októ-
ber 1803 fá þau giftingaleyfi.
Að viku liðinni fær William Patterson bréf, þar sem
hann er varaður við Bonaparte liðsforingja. Honum er
sagt áð Bonaparte sé engin alvara; hann hugsi sér aöeins
að fá sér gott bráðabyrgðar heimili í Ameríku þangað til
hann fari heim til Frakklands aftur: “Þá kastar hann
dóttur yðar frá sér,” segir bréfið, “og hlær að trúgirni
hennar.”