Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 57
47
Og það er fleira en þetta bréf, sem gerir Patterson
órólegan. Margir vinir lians segja honum þa8 og færa
rök fyrir, að einskis góðs sé aÖ vænta frá hinum volduga
bróSur Jeromes.
KaupmaÖurinn reynir enn á ný aÖ telja um fyrir elsk-
endunum og fá þau til 'þess aö hætta við alt saman; en
það hefir engin áhrif.
Þá hugsar hann sér að beita valdi sínu yfir Elízabetu
sem faðir hennar; en það fer á sömu leið. Elízabet svar-
ar alt af því sama, hvað sem faðir hennar eða aðrir segja,
og það er þetta: “Eg vildi heldur vera kona Jerome
Bonaparte eina einustu klukkustund en nokkurs annars
manns alla mína æfi.”
Og við það situr. Hún fer sínu fram hvað sem sagt
er og hvaða mótstöðu sem hún mætir.
Engin ráð duga! Engin? Patterson, hinn framsýni
kaupmaöur er á öðru máli: “Aðeins vald eða iafnvel
ofbeldi getur hindrað giftingu þeirra.” En hann sér eng-
in ráð til þess heldur—hann er sigraður; það verður hann
að játa.
Eoksins gefur hann samþykki sitt til giftingarinnar,
þótt hann geri það nauðugur. Hann sendir eftir lög-
mönnum og lætur þá gera giftingarsamninga.
Jerome lofar því, að hvað, sem fyrir komi skuli hann
álbyrgjast að giftingin verði að minsta kosti lögleg með
tilliti til eigna. Ef hún verði gerð ógild að öðru leyti, þá
skuli Elízabet samt halda einum þriðja hluta af öllum
eignum hans.
Patterson kiprar varirnar þegar hann les yfir samning-
ana. Ef til vill hefir þessi samningur enga þýðingu.
Patterson finnur prestana að máli; eftir það er hann dá-
lítið ánægðari.
Á jólakveldið 1803 fer giftingin fram; hana fram-
kvæmir John Carroll biskup í Baltimore, sá er síðar varð