Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 58
48
erkibiskup í Vesturheimi. Þessir eru viÖstaddir gifting-
una: Frakkneski ræÖismaSurinn í Baltimore, sem einn-
ig er einkaskrifari Jeromes, borgarstjórinn og yfirdómar-
inn, ásamt fleirum skeikulum vitnum.
Elízabet er í kjól úr afar finger'Öu efni meÖ skraut-.
legu útsaumi. Híún er í engu innan undir nema þunnum
nærfötum: “Ósköp er að sjá þetta !” segir einn af gest-
unum, “eg gæti látiÖ öll fötin hennar í vasa minn.”
Elizabet er enn ekki fullra nítján ára, og henni finst
hún hafa unnið allan heiminn.
Nýgiftu hjónin fara skemtiferð til New York, Phila-
delphia, Niagara og Washington. En meðan þau eru í
burtu skrifar William Patterson ameríska fulltrúanum í
París og sendir þangað Robert bróður Elízabetar. Robert
finnur fulltrúann að máli, en það samtal hefir í för með
sér bæði skelfingu og áhyggjur.
Napoleon alræðismaður og bróðir Jeromes verður
hamslaus af reiði. Robert Patterson finnur að máli
Lucien Bonaparte og fær fullvissu hans um þaö, að
Bonaparte-fólkið verði ánægt með ráðahaginn og alt fari
vel.
Lucien er nýkvæntur samkvæmt vilja alræðismannsins
og er því í vináttu við hann. Lucien leggur það til að
Jerome verði Amerískur borgari. Hann ibýst við að
Bonaparte fólkið veiti Jeronie $20,000 á ári og láti hann
hafa tvö amerísk heimili (tvo dýra bústaðij.
Tuttugasta apríl 1804 lætur alræðismaðurinn til sín
heyra. Yfirfulltrúanum franska í New York er harðlega
bannað að leyfa skipgöngu: “ungri persónu, sem Jerome
borgari hafi lagt lag sitt viS.” Er það fastur ásetningur
alræðismannsins að Elízabet skuli aldrei stíga fæti á
íranska jörð. Og ef svo fari að hún konii inn á franska
höfn, þá skuli henni bönnuð landganga og hún send taf-
arlaust aftur til Bandaríkjanna.