Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 60
50
veizluhöldum, og hún hefir ekki veitt því neina eftirtekt
þótt ský sæjust á himni eÖa bliku drægi upp í austri.
En nú er eins og hún vakni af draumi og sé knúS til
framkvæmda.
AS fara til Frakklands! AS vera kona manns, sem
er keisarabróÖir!—og keisarinn á aS minsta kosti ennþá
enga erfingja aÖra en bræSur sína..
Meira en heilan mánuS reynir hún meÖ öllu mögulegu
móti aö komast á skip; en allar tilraunir eru árangurs-
lausar.
Loksins fær hún far frá Philadelphia á skipi, sem
ætlar til Cadiz. Þetta er í október-mánuÖi; en skipiS
strandar skamt frá mynni Delaware-árinnar.
Skipshöfn og farþegar bjargast meÖ naumindum.
FöÖursystir Elízabetar fyllist gremju og skelfingu yfir
því aS sjá hana borSa steykt gæsakjöt og eplamauk meS
góÖri lyst, þegar henni finst að hún ætti að meta þaS
meira aS falla á kné og lofa GuÖ fyrir lifgjöfina.
Veizluhöldin halda áfram í Balitmore. Annan des-
erríber 1804 lætur alræðismaSurinn, bróðir Jeromes, krýna
sig sem Napóleon keisara í viöurvist Píusar páfa VII.
KeisarahirÖ er mynduð. Tveir bræSur keisarans,
Joseph og LúÖvík, eru sæmdir tign meS rétti til ríkiserfða.
Hinir tveir bræðurnir, Lucien og Jerome, eru sviftir öll-
um réttindum og þeir ekki viÖurkendir af keisaraættinni.
Eitt af kaupskipum Williams Pattersons er á leið til
Evrópu. Eftir stutta og góða ferS stíga þau Jerome og
Elizabet á land í Lissabon 2. apríl 1805. Elízabet er þung-
uÖ.
Frakkneskur hervörður er settur umhverfis skipið og
Elízabetu meÖ öllu bönnuð landganga. SendimaÖur frá
Napóleon keisara finnur hana aÖ máli og spyr hvort hann
geti nokkuö gert fyrir ungfrú Patterson:
“Segðu herra þínum,” svarar hún, “að frú Bónaparte