Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 61
51
eigi dálítiÖ af sálfsvirðingu og kref jist réttar síns sem ein
af keisarafólkinu.”
Jerome hraöar sér til Parísarborgar og hefir meS sér
mynd af konu sinni. Hann biður um leyfi til þess aÖ fá
að tala við bróður sinn, keisarann; honum er neitað um
þaÖ, en sagt að hann geti skrifaS honum bréf, ef hann
vilji og lagt þaijnig mál sitt fyrir hann.
Þetta gerir Jerome og fær svolátandi svar: “Eg hefi
meStekið bréf þitt dagsett í morgun. Þú hefir ekki drj'gt
neina yfirsjón, sem ekki verði fyrirgefin af minni hálfu,
ef þú iðrast einlæglega. Gifting þín er með öllu ólögmæt
bæbi í augum kirkjunnar og laganna. Eg viÖurkenni
hana aldrei. Skrifaðu ungfrú Patterson að hún skuli
fara aftur til Bandaríkjanna, og segðu henni að engin
önnur leið sé möguleg.
MeS þvi móti að hún fari aftur til Ameríku tafaralust
skal ég veita henni sextíu þúsund franka árlega á meðan
liún lifir; þó að því skilyrði viðbættu að hún gangi ekki
undir ættarnafni rnínu. Til þess hefir hún alls engan rétt,
þar sem gifting hennar er að öllu ógild.”-----
Þegar Jerome er loksins leyft að tala við bróður sinn
þá farast Nopóleon orð á ])essa leið: “Þú ert sá fyrsti
af mínu fólki, sem hefir svívirt ættina. Til þess þarf
langan tíma og mikla manndáð að þvo þann blett af mann-
orði þínu.
Að því er snertir ástamálin milli þín og þessa stelpu-
krakka finst mér engum orðum eyðandi.”
Eftir tvær vikur siglir Elízabet frá höfninni í Lissa-
bon áleiðis til Amsterdam, en þar verður skipið að hafna
sig á milli tveggja herskipa samkvæmt boði Napóleons.
Eftir átta daga grunar Elízabetu að líf sitt muni ef til
vill vera í hættu; hún fer því til Englands og lendir við
Dover 19. maí. Safnast þar saman múgur og margmenni
til þess aS sjá hana.