Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 64
54
þannig a'Ö hún vilji heldur þiggja skjól undir vængjum
arnarins en hanga í uglunefinu. Auk þess segist hún
vita þaÖ aÖ tillagiÖ vcrði borgað ef keisarinn eigi að
greiða þaÖ.
Hún hefir enn ekki gefið upp allar vonir: “Hver veit
nema eg sigri ennþá?” hugsar hún. “Ef eg á að vinna
þá er tvent nauðsynlegt—það er tími og peningar. — Eg
hefi nógan tíma, eg verð aS fá peninga.”
Hún ásetur sér að spara og spara; lifa kyrlátu og
kostnaðarlausu lífi; ala upp drenginn sinn sem bezt og
skynsamlegast og sjá hverju framvindur.
Um tíu ára skeið heldur hún fast við þessa stefnu og
neitar sér um alt sem hún getur. En svo finnur hún það
smátt og smátt að húná að minsta kosti við jafningja
að etja ef ekki ofurefli.
Þegar hún fær fréttina frá Waterloo, tekur hún sig
upp og fer með son sinn til Englands.
Eftir þetta sér William Patterson ekki glaðan dag og
lifir ekki rólega stund hennar vegna.
Þegar Napóleon tapar öllu, dettur Ehzabetu það i
hug, að maður hennar, ef til vill, geri tilkall til einhvers
af því er hún hefir dregið saman.
Með sérstakri löggjöf frá þinginu í Maryland, fær
hún skilnað frá konunginum í Westphalin.
William Patterson biður hana að breyta til urn lifnað-
arhætti og leita sér meiri lífsgleði; finst honum stefna
hennar vera heimskuleg og skaðleg. Vilbláta hana ferð-
ast til annara landa, þar sem hún geti áunnið sér virðingu
og aðdáun. Hún tekur því fálega; neitar þvi með öllu.
Patterson veit til jress að mikilsvirtir menn hafa auga-
stað á henni; einn þeirra er hertoginn frá Wellington.
Þegar hún hefir vetrarsetu í París þá dáist Talleyrand
að vitsmunum hennar og fyndni. Erú Stael hefur hana
til skýjanna fyrir fegurð og Chaleaubriand, Sismond.