Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 65
55
Humboldt og Canova þyrpast utan um hana, en allir þess-
ir menn eru ljós samtíðar sinnar, hver á sinn hátt. Meira
a8 sega Lúðvík VIII. býður henni til hirðar sinnar ; en
hún neitar því boði með þeirri afsökun, að ef hún þiggi
það, þá sýni hún vanþakklæti við Napóleon, sem veitir
henni lífeyri.
Jerome sonur hennar er einkar fríður sýnum og vekúr
nálega eins mikla aðdáun og móðir hans.
“Ef til vill á hann framtíð sína hér í Evrópu,” hugsar
móðir hans með sjálfri sér, “mín framtíð er hér. Hann
getur altaf náð sér niðri í Ameríku ef hann vill eða þarf
á að halda.”
Hún fastákveður að láta hann mentast í Evrópu. En
til þess þarf hún peninga, og þá hefir hún af skornum
skamti, því hún hefir ásett sér að eyða ekki meira en árs-
tekjum sínum. Þess vegna hlýtur það að ta'ka langan
tíma að rnenta piltinn, og það kostar þolinmæði.
Henni finst hún ætti að kunna þá list að vera þolin-
móð ; hafi hún nokkurstaðar lært nokkuS þá er það í skóla
þolinmæðinnar.
Þegar hún hefir hvílt sig urn tíma, fer hún aftur til
Baltimore, sumarið 1816. Upp frá því fara engar sögur
af henni nema þær, sem finnast i reikningsfærslu hennar,
þangað til sumarið 1819; þá er hún í Geneva með son
sinn. Þar setur hún piltinn á skóla. Hún kynnist þar
mörgurn; enskir og rússneskir aðalsmenn gera sér mikið
far um að kynnast henni.
John Jacob Astor flytur henni heimboð til Rómaborg-
ar frá systur Napóleons og Jeromes; hún heitir Pauline
Bonaparte og hefir orð á sér fyrir það að vera frábær-
lega dutlungasöm. Hún býður Elízabetu að hafa piltinn
með sér.
Elizabet hugsar margt: “Er þetta byrjun þess að
vonir hennar séu að rætast?”