Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 67
57
Skoðun hans á því máli veit víst enginn nema hann
sjálfur og dóttir hans. Er þaö, ef til vill, enginn skaSi.
Framsýnin hvíslar því aS Elízabetu að hún skuli
krefjast þess af Joseph Bonaparte fyrir hönd Bos, að
hann leggi fram $100,000, sem geymist og afhendist Bo
ef hann lifi lengur en dóttir Josephs, sem hann ætlar að
giftast.
William Patterson, sem Elízabet ávarpar altaf í bréf-
um sínum með: “kæri herra,’ ’á að líta eftir þessu fjár-
hagsatriði.
Snemma á árinu 1822 sendir hún Bo til Ameríku, i
því skyni að hann kynnist konuefninu. Þegar hann er
farinn, ferðast Elizabet til Florence og mætir þar manni
sínum af tilviljun. Er það í fyrsta skifti, sem þau sjást í
seytján ár.
Þetta er á listasafni i Pitti-höllinni. Þegar Jerorne
sér hana, hvislar hann að drotningu sinni: “Þetta er
ameríska konan m'm!”
Þau talast ekki við fremur en þau hafi aldrei þekst.
Frú Bonaparte heldur aftur til Geneva og þaðan til
Parísarborgar. Árinu áður hafði hún komiö þangaö
þegar hún frétti lát arnarins; það var því tæplega að bú-
ast við að hún hefði orð á því nú þótt hún fullvissaðist
um að gæsin væri enn þá til.
Hún minnist aldrei á mann sinn nema í sambandi við
fjárþröng hans, sem er stöðug og tilfinnanleg—og það
gleður hana.
Hann aftur á móti virSist ekki bera neinn kala til
hennar og alt ber vott um þaS að honum þyki vænt um
son þeirra. Hann tekur í sama strenginn og móðir hans
°g_ systir, viðvikjandi ráðahagnum, og skrifar Joseph
bróður sínum þar að lútandi—hvetur mjög til þess að
það geti tekist.
Bo er í sjöunda himni yfir þvi að koma aftur til Ame-