Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 71
61
með þeim skilyrÖum, er Napoleon III. bj'Sur honum hana.
Þegar hún er sjötíu og fimm ára deyr maÖur hennar,
og hún ásamt syni hennar, á í löngum og heitum mála-
ferlum á Frakklandi; krefjast ]?au nokkurs hluta af eig-
unum—en þau tapa málinu.
Nú er komiö áriÖ 1860. Elízabet á þaÖ eftir að lifa
borgarastríðið og sjá hvernig þaö fer.
Og hún lifir lengur en það. Árið 1873 rennur upp og
þá er hún áttatíu og átta ára. Peningahrunið mikla sligar
fjölda manns, sem áður voru stórauðugir. Elízabet verður
að líta eftir eignum sínum og vaxtaibréfum; hún má sann-
arlega ekki vera að því að deyja í bráðina.
Svarti hatturinn með gulu fjöðrinni og skrautlega
regnhlífin sjást enn þá stöku sinnum á götunum í Balti-
more.
Sonur hennar er dáinn fyrir þremur árum. Sonar-
sonur hennar, sem Jerome heitir, er í franska hernum;
hún hefir gefið honum stórfé.
“Eg ætlast til þess,” segir hún, “að hann komi fram
fyrir heiminn þannig aö hann sé engin ættarskömm, held-
ur sýni það að hann er konungborinn. Því nú hefi eg
nóga peninga. Sú var tíðin að eg átti alt nema peninga;
nú á eg ekkert nema peninga.”
Þegar hún er sextíu og fjögra ára eru tekjur hennar
$10,000 á ári. Þegar hún er níutíu og fjögra ára eru
eignir hennar orðnar $1,500,000 virði og árstekjur $100,-
000; af þessu eyðir hún aðeins $2,000, og nú arfleiðir hún
tvo sonar-syni sína að öllum eigum sínum.
Heilsa hennar er á förum. Hún hefir ekki nærst á
öðru en mjólk og brennivíni í full tvö ár.
Hún hefir horft á allan hinn mikla leik Napoleons frá
byrjun til enda,—og svo deyr hún.
Elízabet hugsaði sér að sigra. Hvað verður sagt um
þann sigur? Var hann ekki fullkominn?