Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Qupperneq 79
69
Jón Oddstead er fæddur 1852 að Oddstöðum í Lund-
arreykjadal í Borgarfjar'Öarsýslu. Foreldrar hans voru
Sveinbjörn Árnason og Guðlaug dóttir Kristjáns Magn-
ússonar Ketilssonar sýslumanns. Jón ólst upp með for-
eldrum sínum. Vestur um haf fór hann 1887. Var um
tima í Nýja íslandi, en þaöan fór hann til Argyle bygðar.
Tók ]>ar heimilisrétt á landi og bjó þar rúm 14 ár. Þaðan
fluttist hann vestur að hafi, keypti land við Crescent
pósthús, B.C. og bjó þar í sex ár. Fluttist þaðan til
Blaine 1910, og keypti rúmar 40 ekrur sunnan við Dray-
ton höfnina, sem Blaine stendur við að norðan. Þar bjó
hann í 10 ár. En seldi það þá Áskeli Brandssyni, en
keypti aftur eign inni í bænum, 2% ekru, af Sigurði
Anderson, nú að Hallison, N. Dak., og þar á Jón nú
heima. Kona hans er Guðný Vigfúsdóttir og Þorbjargar
Þorláksdóttur frá Hvítárvöllum í Borgarfjarðarsýslu,
ættuð af Breiðafirði, — en systir Andrésar, sem lengi
bjó á Hvítárvöllum og margir munu kannast við. Hún
er fædd 1842. Börn þeirra hjóna eru: Þorkell, tvígiftur,
fyrri kona hans var Jónína Kristjánsdóttir frá Baldur,
Man., seinni kona, Þórunn Þorvarðardóttir frá Hækings-
dal i Kjósarsýslu; Jón, giftur Helgu Þorbergsdóttur
Féldsted að Elfros, Sask.; Sveinbjörn, giftur Jakobínu
Jakobsdóttur, þingeyskri að ætt—að Kandahar, Sask.;
Guðjón, giftur Guðrúnu Jónsdóttur Sturlaugsson að
Kandahar, Sask.; Andrés Féldsted, giftur Ingibjörgu
Þorsteinsdóttur. Guðný Oddstead var áður gift Jóni
Guðmundssyni, lækni frá Háafelli í Skorradal í Borgar-
fjarðarsýslu. Frá þvi hjónabandi var Margrét kona Ei-
ríks Sumarliðasonar í Wiinnipeg. Jón Oddstöad hefir
verið hinn mesti dugnaðarmaÖur og bezti drengur. Eiga
þau hjón jafnan sæti í hóp hinna beztu íslendinga frá
hvaða sjónarmiði sem á er litið. Öll eru og börn þeirra
hin mannvænlegustu.
Almanak 1928. 3.