Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 80
70
Askcll Brandson, er fæddur 1875 aS Brekku i Dala-
sýslu, sonur Jóns Brandssonar og Margretar konu hans,
dóttur GuÖbrandar bónda í Hvítadal. Askell kom
heiman af íslandi meÖ foreldrum sínum 1877 og
settust þau fyrst að í Minnesota, en fluttu þaÖ-
an til Garðar, N. Dakota 1880, og þar. ólst
Áskell upp með þeim. Frá Garðar fluttist Áskell til
Foam Lake árið 1903, tók þar heimilisrétt á landi og bjó
þar þangað til 1911. Seldi hann þá bújörð sína og flutti
til Shelby, Montana. Tók enn heimilisréttarland og bygði
að nýju. Ari'ð 1917 seldi hann þetta land, en keypti 500
ekrur um 70 mílur frá Helena, Mont., bygði þar eitt hið
vandaðasta heimili, ásamt gripahúsum og kornhlöðu; alt
með nýjustu gerð. Þar bjó hann í 4 ár. Þaðan fór hann
til Blaine og keypti heimili og land Jóns Oddsteads (getið
hér á öðrum stað) um 3 mílur frá Blaine, 1922—47 ekr-
ur með allgóðu íbúðárhúsi, en lélegum útihúsum. Þar
hefir Áskell bygt nýtízku hænsnahús og rekur hænsna-
rækt í stórum stil og gripa'bú sæmilegt. Öll eru útihúsin.
hin fullkomnustu, því Áskell er ekki meðalmaður í neinu.
Hann veröur að hafa alt i bezta lagi, enda býr hann nú
góðu búi. — Kona Áskels er Oddný dóttir Guðmundar
Tdjálmssonar (getið hér á öðrum staðj, er hún vel gefin
kona og manni sinum samhent. Áskell Brandson á 4
systkini á Hfi, þau eru: Dr. Brandson í Winnipeg; Einar
bóndi i Montana, Petrina, gift hérl. manni og Sigríður
kona Dr. Ólafs Björnssonar í Winnipeg. Ekki hefir þeim
hjónum orðið barna auðið en hafa alið upp stúlku, Helgu
að nafni, nú gift kona i Saskatchewan. Saga þeirra
Brandssons hjóna er all-merkileg og ]æss verð að vera
betur sögð en hér er gjört. En það er ekki að þessu
sinni hægt, ber tvent til þess; fyrst, takmarkað rúm, og
það annað, að þau eru fáorð um starf sitt, en til annara,
sem vel þekkja og frá kynnu að segja, er ekki hægt að