Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 81
71
ná. En maSur, sem hefir bygt upp úr eyði fimm heimili
á ekki fleiri árum—öll góð, en sum framúrskarandí—
hefir aÖ hálfnaÖri æfi látið eftir sig dagsverk, sem vert
er að geta. Upp úr þeim 500 ekrum og ágæta heimili,
sem þau áttu í Montana, munu þau hjón lítiö hafa haft.
Þar ætluðu þau sér framtíðarheimili, og því var svo mjög
til þess vandað. En þurkarnir ár eftir ár enduðu þá
framtíðardrauma. Þau eru bæði ágætis starfsmenn, fá-
skiftin um annara hagi, en hjálpsöm þeim, er verulega
þurfa og höfðingjar í lund. Er hverri bygð sæmd a'ö
slíku fólki og óskandi að þeirra likar væru margir.
Jón Freemann. — Hann er fæddur að Miögerði i
Miklagarðssókn í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru
Jón og Kristín Jónsdóttir, sem lengi hjuggu á nefndum
bæ og seinna að Finnstöðum í Grundarsókn. Jón var hja
foreldrum sínum fram yfir fermingu, eftir það hjá ýms-
um. Fór vestur um haf 1883; ásamt heitmey sinni, Sig-
urlaugu, dóttur Þorbergs Þorbergssonar og Kristínar
Gísladóttur, sem lengi bjuggu rausnarbúi á Sæunnarstöð-
um í Vindhælishrepp í Húnavatnss.. Sigurlaug var ein
af 33 systkinum; voru alsystkinin 24, en 9 hálfsystkin.
Faðir hennar var tvíkvæntur. Sigurlaug ólst upp hjá Árna
hreppstjóra Jónssyni á Þverá í Hallárdal í Húnavatnss.
Þegar hún var tvítug fór hún í vinnumensku til séra Jak-
obs Benediktssonar í Miklabæ í Blönduhið. Þau Jón og
Sigurlaug giftust í Wpg. sama ár og þau komu vestur og
voru þau tvö ár, en fluttust þaðan til Argyle 1890, námu
þar land og bjuggu þar þangað til 1903, þá seldu þau
land sitt og bú og fluttu vestur að hafi, keyptu 60
ekrur nokkrar mílur suöur frá Blaine og hafa Ibúið þar
síðan. Jón heitir fullu nafni—Jón Jóhannes—og er sem
fyr segir Jónsson. Freemanns nafnið tók hann upp eftir
að hann kom hér vestur, sökum þess, hve marga samnafna