Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Qupperneq 82
72
hann átti, sem oft trufla'ði bréfaskil og fl. Þau hjón
hafa átt níu börn, hafa þau öll náð fullorSinsaldri. Nú
eru þrjár systur látnar, Kristín, Jakobína og Jónína; tvær
þær síðarnefndu voru giftar. Þessi lifa: Jóhanna, gift
manni af finskum ætturn, býr á næsta landi við foreldra
sína, og á tvö börn; Kristján, giftur Jakobínu Péturs-
dóttur Finnson—getið hér á öðrum stað; Lúðvík og Karl
báðir giftir hérlendum konum; Elín og Sigríður báðar
giftar hérlendum mönnum. Jón Freeman var einn af
átta systkinum, af þeirn lifa, þegar þetta er ritað, Karó-
lína, ekkja Dr. Jóns Þorkelssonar landskjalavarðar í
Reykjavík og Jóhanna kona Halldórs Árnasonar í Glen-
boro, Man.
Guðmundur Guðbrandsson er fæddur 1861 að Hól-
koti á Álptanesi í Gullbringusýslu. Foreldrar hans voru
þau Guðbrandur Hjnriksson og Ástríður Árnadóttir, sem
lengi bjuggu á nefndum bæ. Guðbrandur var útvegs-
bóndi í all-stórum stíl eftir því sem þá tíSkaðist. Hann
lézt þegar Guðmundur var fjögra ára. Guðmundur ólst
upp hjá rnóður sinni og stjúpa, Narfa Flalldórssyni, einu
sinni í Þingvalla'bygðinni í Canada, og síðar í Foam Lake,
Sask. Systir á Guðmundur eina, sem Sigþrúður heitir,
kona Ólafs bónda Guðmundssonar við Manitoba-vatn,
Canada. Guðmundur Guðbrandsson, kom að heiman
1882 til Winnipeg. Fór þaðan til N. Dak. og var þar 4
ár. Kom þá norður aftur og dvaldi 16 ár í Winnipeg, og
ýmsurn öðrurn stöðum austur þar.. Áriö 1902 flutti
hann vestur að hafi, var nolckur ár á Point Roberts,
Wash., 1919 flutti hann til Blaine, keypti 80 ekrur af
viltu skóglandi nokkrar milur frá Blaine og hefir búið
þar síðan. Þar hefir hann komið sér upp allgóðu hús'i
og rutt og ræktað mikið af landi sínu með tilhjálp sona
sinna. Guðmundur er ágætur smiður, og stundar oftast