Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 86
76
hlicSa hans landi, og flutti Óli þá heim til hennar. Sig-
rí'Öur seinni kona Óla er fædd 1871 að Gilsárvallarhjá-
leigu í Borgarfirði, N. Múlasýslu. Foreldrar hennar
voru Stefán Vilhjálmsson og Sigrún Sigurðardóttir Ei-
ríkssonar beykis á Eskifirði—náskild Sigurði Breiðfjörð.
Sigríður ólst upp hjá Snjólfi Sveinssyni á Þrándarstöð-
um í s. sv. dóttursyni Jóns sterka í Höfn. Sigríður kom
að heiman meö unnusta sínum Snjólfi Sigurðssyni Guð-
laugssonar—bræðrungur Sigurðar sýslumanns Guðlaugs-
sonar 1891, og giftist honum næsta ár. Fjögur ár voru
þau hjón í Winnipeg og voru það örðug ár, því Snjólfur
meiddist í hendi og var mjög frá vinnu fyrir þá sök, og
þar mistu þau fyrsta barn sitt, Félaus fóru þau út í
Álftavatnsnýlendu—voru 5 daga á leiðinni. Sýnir það
m. a. hve örðug fátækum voru ferðalög i þá daga. í þess-
ari bygð námu þau land og voru eftir þrjú ár komin í all-
góð efni. En mistu þá alt í eld, eða því sem næst. Furðu
fljótt réttu þau þó við aftur. Eftir átta ára búskap þar,
seldu þau landið Sigurjóni Jónssyni, sem þar hefir búið
síðan. Er hans getið í landnámsþætti þeirrar bygðar, en
hvergi þeirra Snjólfs og Sigríðar, sem þó námu landið
og bjuggu þar átta ár. Árið 1903 fluttu þau hjón
vestur að hafi, keyptu tiu ekrur austur frá Blaine og
reistu þar bú. Lézt Snjólfur það sama ár. HJafði hann
lengi verið heilsuveill og ferðin vestur máske verið gjörð
meðfram í von um bót á því. Bjó þá ekkjan ein með
börnum sínum þangað til hún giftist Óla Pálssyni.
Börn Sigriðar frá fyrra hjónabandi eru Sigurður Breið-
fjörð, Guðrún, Stefán og Einar Jón, öll uppkomin og hin
mannvænlegustu. Frá seinna hjónabandi eru tvær dætur,
Stefanía Guðrún Björg og Ólöf Sigríður, báðar heima.
Þau hjón Óli og Sigríður eru bæöi framúrskarandi dug-
leg og búfólk í bezta lagi, eins og sjá má á því, að þau
hafa bjargast vel á landi, sem flestum mundi þykja i