Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 87
77
meira lagi óbjargvænlegt. Var alt i skógi og þess utan
afar grýtt . BæÖi eru þau skýr og félagsmenn gó'Öir.
SteingHmur Hall, er fæddur aÖ Fremstafelli í Köldu-
kinn í Þingeyjars. Í868, 28. des. Foreldrar hans voru
Hallgtimur hreppstjóri Ólafsson Gottskálkssonar og Sig-
ríÖur Jónsdóttir frá VeturliSastöSum í Fnjóskadal, bæcSi
ættuÖ úr Þingeyjarsýslu. Steingrímur var hjá foreldr-
um sinum til fullorÖinsára. Kom vestur um haf 1888,
var fyrstu árin tvö hjá Jónasi H'all bróÖur sínum, bónda
nálægt Garðar, N. Dak. Þá giftist hann heitmey sinni
Sigríði Vilhelminu Jóhannesdóttur Jóhannessonar frá
Naustavik í Köldukinn, sem komið hafði meö honum að
heiman. Hún er fædd 1867, ólst upp hjá Sigurði bónda
Gu'ðnasyni og Björgu Halldórsdóttur, sem lengi bjuggu á
Ljósavatni. Þau hjón Steingrímur og Sigríður fluttu
þegar eftir hjónavígsluna til Canada, og námu land í
Þingvallabygð, Sask. Þar voru þau eina 10 mánuði. Á
þeim tíma gróf Steingrimur 5 brunna misjafnlega djúpa,
en fann hvergi vatn. Var það orsökin til burtflutnings
þeirra þaðan. Þau fóru þá aftur suður til N. Dak. og
bjuggu næstu tíu ár þar suður frá; sex nálægt Garðar,
og fjögur í Iiallson bygð. Keyptu lönd á báðum stöðum
og seldu aftur. Árið 1901 fluttu þau hjón aftur til
Canada, settust að í Winnipegosis og voru þar eitt ár. Það
ár flutti Steingrímur fisk þar á vatninu til bæjarins með-
an ísar héldust. Þá fluttu þau hjón vestur að Kyrrahafi
og settust að i Marietta og voru þar næstu sex árin. Frá
Marietta fluttust þau á land í nágrenni við Blaine og hafa
búið þar síðan. — Steingrímur er verkmaður góður, og
hið mesta lipurmenni í hvívetna. Bæði eru þau hjón
söngvin í besta lagi, og hafa jafnan verið með, þá er um
söngfélög eða söng hefir verið að ræða hér í Blaine. Þau
hjón eiga einn son barna, þann er Ólafur Freemann heitir.