Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 90
80
og var þar þangaS til áriÖ 1895 a8 hún fluttist vestur um
haf til Chicago, þar var hún tvö ár, en fór þá til Selkirk
og giftist Páli þar 1897. Þau hjón eiga engin börn; búa
snyrtilega og líður vel.
Teitur Hannesson er fæddur á Hvanneyri í Borgar-
fjarSarsýslu árið 1866. Faðir hans var Hannes bóndi
Jónsson Pálssonar frá Hvanneyri, en tnó'öir GuSrún
Teitsdóttir Símonarsonar frá H'vítárósi. Teitur kom til
Winnipeg aS heiman 1899. Fór til Seattle 1901, og þaS-
an til Blaine 1904. Keypti 40 ekrur, um 8 mílur suSur frá
bænum og hefir búiS þar síSan. H'ann er ókvæntur.
Greindur vel og búmaSur sjálfsagt góSur. Hann er
talinn vel efnaSur. Hefir unniS mikiS á landi sínu og
þó átt viS langvarandi heilsuleysi aS búa.
Ágúst Teitson, sonur Teits Teitssonar og Önnu
Stefánsdóttur er fæddur í Dalkoti á Vatnsnesi í Húna-
vatns'sýslu 1865. Fyrstu 10 árin var hann hjá móSur-
systur sinni og Jóni Brynjólfssyni á SkarSi í s. sv. Þá
var hann eitt ár hjá foreldrum sínum, sem þá bjuggu á
Ánastööum á Vatnsnesi. Þá fór hann aS Helgahvammi
til Eggerts bónda Helgasonar og Margrétar konu hans
og var þar í 5 ár. Þá fór hann enn til foreldra sinna, var
hjá þeim eitt ár heima, og fór meS þeim næsta ár vestur
um haf, en þaS var 1883. Foreldrar hans settust aS í
Ey ford-bygSinni í N. Dak, en Ágúst vann á ýmsum stöS-
um, þar til áriS 1899 aS hann kvongaSist Sigurborgu
Plelgadóttur. Fóru þau þá aS búa fyrst í Dakota og síSar
í Pine Valley, Man. ÁriS 1901 fluttust þau vestur aS
lrafi, voru þrjú ár í South Bend, Wasli. ÞaSan fluttu þau
til Blaine 1904, keyptu landblett innan viS bæjarlínu,
bygðu þar gott hús, hreinsuSu landiS alt og bjuggu þar
nokkur ár. Fyrir nokkrum árum seldu þau þetta heimili