Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 92
82
þau hjón búskap í Mjóadal í BárÖardal í Þingeyjarsýslu
og bjuggu þar þrjú ár, þá seldu þau bústofn sinn og flutt-
ust vestur um haf til Canada, þa'Ö var árið 1883. Settust
þau að í Stockton, Man. Vann Hjörtur úti það ár, en
tók þó heimilisréttarland á landi suður við Tígris-hæð-
irnar svo nefndu. Heimilisréttarland þetta var fremur
lélegt . Þegar Hjörtur kom þangað, var bygð sú alsetin
og búið að velja úr öll lönd, sem nýtileg þóttu. Keypti
hann þa tvö járnbrautarlönd með fárra ára millibili, var
fyrra landiö mun betra en heimilisréttarlandið, en hið
síðara ágætt land, svo mælt var, að þar væru fá eða eng-
in betri. Var annar helmingur þess óslitið engi, en hinn
óslitið hveitiland. Hjörtur gjörði afarmiklar umibætur á
löndum sínum auk þess sem alment gjörist að plægja og
herfa og sá í akra sína, hann ræsti það fram og þurkaði
upp þar sem lálent var, og alt vann hann það einn, segir
ekkja hans. Auk þessa kom hann upp góðum gripastofn
og sauðfé; flest hafði hann um 50 nautgripi og 60 fjár,
fyrir utan hesta, sem þurfti til aS vinna löndin. Þegar
hann seldi þar út, hljóp búið upp á rúma $3,000.00 og var
hann þá ibúinn að fækka fé og gripum að mun, fyrir
utan löndin. Árið 1911 seldi Hljörtur bú sitt ,og löndin
seinna, en flutti þá með fjölskyldu sína vestur aS hafi—
til Blaine, eftir 27 ára veru í Argyle bygð. Keypti hann
14 ekrur með ágætu iveruhúsi, að sunnanverðu við Dray-
ton höfnina, af Hansa Hanssyni, og bjó þar þangað til
hann lézt árið 1919. — Börn áttu þau hjón sex; þau eru:
Sigrún kona Olgeirs Ó. Rúnólfssonar, verzlunarmanns í
Blaine; SígurSur, ógiftur að Raymour, Sask.; óskar,
kvæntur Emiliu Anderson, búa í Kamloop, B.C.; Kristín
og Hólmfríður, eiga sinn bróðurinn hvor—Kristín, Lárus
B. Rindal, til heimilis í Wheeler, Ore.—Hólmfríður, Jó-
sep Walter Lindal, vinnur hann á pósthúsi í Portland,
Ore. SíSan Hjörtur lézt hefir ekkjan ýmist verið hér í