Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 98
88
Guðmundur Olson er fæddur a<5 Lambhúshólkoti und-
ir Út-Eyjafjöllum áriÖ 1884 og alinn upp á þeim slóðum.
ÞaSan fluttist hann til Vestmannaeyja—og þaðan vestur
um haf 1905 til Wínnipeg. Var þar þó aÖeins skamma
stund. Til Blaine fluttist hann 1906 og hefir veriS þar
siSan. Kona hans er Kristjana Bjarnadóttir Sveinsson—
getiÖ á öSrum staS í þessum þáttum. Þau hjón eiga fjög-
ur börn, einn son og þrjár dætur, öll ung. GuSmundur
Olson hefir lengst unnið hér á sögunarmylnu i bænum, en
er nú fluttur út á land'—skifti heimili sínu í bænum fyrir
gott land og býr þar nú.
Magnús G. Magnús$on var fæddur 1845. Hann er
ættaSur úr SkagafirSi. Kom vestur um haf 1899 ásamt
konu sinni, Þóru Árnadóttir Björnssonar bónda á
Sviöagöröum í Árnessýslu. Þóra er fædd 1845 í HlíÖ í
Selvogi; ólst upp hjá séra Þorsteini á Hofsósum í Sel-
vogssveit í Árnessýslu. Eitt ár voru þau hjón Magnús
og Þóra í Winnipeg, annaS ár á GarSar, N. Dak. ÁriS
1902 fluttust þau til Sekirk, Man. og voru þar 3 ár.
ÞaSan vestur aS hafi og voru þrjú ár í Seattle, þaðan til
Blaine 1906. Þar lézt Magnús 1919, en ekkjan er þar
enn, til heimilis hjá GuSrúnu dóttur sinni og manni
hennar. Magnús var skósmiÖur og stundaSi þá iSn alla
æfi. Vel greindur og vandaÖur—orSheldinn meö af-
brigÖum. Hann var fáskiftinn, og sló sér hvergi út.
Undir dulleika hans bjó* meira vit en flesta grunaSi. Þóra
er prúS kona og hefir veriS falleg með afbrigSum. Börn
áttu þau hjón tvö, son og dóttur. Sonurinn heitir GuS-
mundur, var alinn upp heima á íslandi og stundar verzlun
í Reykjavík. Dóttirin heitir GuSrún Maria, gift Her-
manni Eiríkssyni og er ekkjan hjá þeim.
Danícl Kristjánsson var fæddur aS Ytra-Skógarnesi