Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 102
92
ætt svo nefndri er fæddur á Vi'ðvöllum í Fljótsdal, N.
Múiasýslu 1881. Móðir hans var SigríÖur Þorláksdóttir
Bergvinssonar ættuð úr FljótsdalshéraÖi—af hinni svo
nefndu og vel-þektu Reykjahlíðar-ætt. Vilhjálmur kom
að heiman með foreldrum sínum 1893, fluttu þau til
Minneota, Minn, og voru þar 6 ár. Árið 1899 fluttu
þau til Seattle voru þar til 1906 . Þaðan fóru þau til
Charleston og voru þar til 1916. Það ár flutti Vilhjálm-
ur til Blaine og settist að á landi i Birch Bay, því er átt
hafði Guðný Lee, sú er getið er hér á öðrum stað. Vil-
hjálmur er giftur Svöfu Jónsdóttur Þorlákssonar og
Guðnýjar Þorleifsdóttur Lee. Faðir Svövu Jón, var
bróðir séra Björns Þoriákssonar á Dvergasteini. Svava
kom að heiman ásamt móður sinni árið 1883, og fóst-
urforeldrum, því hún ólst upp hjá Haraldi bónda Péturs-
syni frá Ánastöðum og konu hans, sem lengi bjuggu og
búa máské enn á Fjöllunum í N. D., nálægt Milton.
Svava er fædd 1880. Þau hjón hafa nú keypt land, sem
móðir Svövu átti, um 50 ekrur og ibúa þar góðu búi.
Þau eiga tvo sonu unga: Harald og Fredric. Þessi hjón
hafa sýnt að hér er hægt að búa. Þau hafa keypt landið
um 50 ekrur og eru að láta þa'ð borga sig sjálft. Enda
hafa þau í rikum mæli þá þrjá aðalkosti, sem nauðsyn-
legastir eru hverjum bónda hér, ef honum á að farnast
vel. En þessir kostir eru: dugnaður, fyrirhyggja og spar-
semi.
Ágúst G. BreiðfjörS er fæddur á Litla-Kambi i
Breiðuvík í Snæfellsnessýslu 1869. Faðir Ágústs var
Grímur Jóhannesson Grímssonar ættaður úr Eyjafirði.
Móðir Gríms var Geirlaug Davíðsdóttir af Stóra-Valla-
ætt svo nefndri í Bárðardal í Þingeyjarsýslu. Móðir
Ágústs var Júlíana Ragnheiður Benediktsdóttir. Voru
þau, móðir Ágústs, Jóhann Straumfjörð, eldri og Kristján