Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 109
99
I'raman við Lossings “Field Book of the Civil War”
er mynd af amerískum hermanni í einkennisbúningi sjálf-
boðaliða og meS byssu um öxl. Myndin er af Lew Wal-
lace. Eftir því sem hann sag'Öi sjálfur frá, hafSi hann
mesta áhuga fyrir hermensku. Hann segir, a'ð eitt af
því fyrsta, sem. hann muni eftir sé það, að í barnaskól-
anum hafi hann stöðugt dregið myndir af hermönnum og
riddarliði á vígvelli á reikningsspjaldið sitt. Fyrir
nokkrum mánuðum sagði einn af eftirlifandi vinum
hans i Crawfordsville frá því, að hann myndi vel eftir
því, að hinn hermannlegi Wallace hefði marg-oft heilsað
sér og komið sér til þess að fara að tala um stríðið, sem
þeir höfðu báðir tekið þátt í. Hver einasti meölimur á-
gætrar herdeildar, sem hann kom á fót í Crawfordsville,
varð foringi í sameinaða hernum. Wallace var sjálfur
major-general þegar þrælastríðinu lauk. Hann var ann-
ar dómarinn í réttinum, sem dæmdi morðingja Lincolns,
og forsætisdómari réttarins, sem dæmdi Wirz, fanga-
vörðinn í Andersonville. Svo fór hann aftur til Craw-
fordsville til þess að rita “The Fair God,” “Ben Hur,”
og síðar “The Boyhood of Christ” og “The Prince of
India.” Af og til varð hlé á ritstörfum hans, er hann
tók þátt i kosninga-snerrum og meðan hann var hjálendu-
stjóri í New Mexico, sendiherra til Tyrklands eða var á
fyrirlestr'arferðum. í einni kosningábaráttunni ritaði
hann æfisögu Benjamins Harrisons. Hann neitaSi að
taka við mörgum öðrum embættum, sem honum buðust
í sendiherrasveitum stjórnarinnar. Æfisaga hans, rituð
af honum sjálfum, kom út eftir dauða hans, sem bar að
höndum 15. febrúar 1905.
Þýtt úr "Thc Mentor” af G. A.